Stj.mál

Fréttamynd

Guðni tekur undir orð Jóns

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar meti varnarþörf sína

Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum

Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir

Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar.

Innlent
Fréttamynd

Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Halda óbreyttum réttindum í tvö ár

Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp

Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík

Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlögum vísað til þriðju umræðu

Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið refsa vel reknum ríkisfyrirtækjum

Gísli S. Einarson, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að fái sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi ekki fjárframlög við afgreiðslu fjáraukalaga sé ríkisvaldið að refsa þeim ríkisfyrirtækjum sem standa sig vel í rekstri. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Innlent
Fréttamynd

Segja skrýtið að skattur af geisladiskum sé lækkaður en ekki af lyfjum

Samtök framleiðenda frumlyfja, Frumtök, segja það skjóta skökku við að í umræðum um lækkun virðisaukaskatts á ýmsm nauðsynjum sé ekki rætt um lækkun skatts á lyfjum. Fram kemur í tilkynningu frá Frumtökum að lyf beri nú 24,5 prósenta virðisaukaskatt en hins vegar sé stefnt að því að lækka virðisaukaskatt á bæði gosdrykkjum og geisladiskum.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun Suðurlandsvegar verði tryggð tafarlaust

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar með lögfestingu verksins á vegaáætlun. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. Þar segir einnig að umferð á veginum hafi tvöfaldast á fáum árum auk þess sem bent er á að skipaflutningar hafi lagst af með fram ströndum og fari nú þungaflutningar um vegi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega

Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún Lind nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun.

Innlent