Kompás Öryggismál í endurskoðun Þuríður Harpa Sigurðardóttir er lömuð fyrir neðan brjóst eftir hestaslys. Hún er ein af átta einstaklingum sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa dottið af hestbaki á síðustu sjö árum - þar af hefur einn látist. Skaði þeirra sem slasast getur verið varanlegur og líf þeirra verður aldrei samt aftur. Öryggismál í hestamennsku eru nú til endurskoðunar hjá Landsambandi hestamanna, með það fyrir augum að fækka slysum. Stöð 2 9.4.2008 09:56 Kompásstikla - Aðgengi fyrir alla? Kompás beinir sjónum sínum að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum í næsta þætti. Hvernig gengur fólki í hjólastólum að versla á Laugaveginum? Fara til læknis á Akureyri? Eða í banka í miðbænum? Kompás hefur fylgt manni eftir í hjólastól síðan í fyrrasumar og fylgst með hvernig honum gangi að fá þjónustu. Lög um málefni fatlaðra eru mjög skýr. Í fyrstu grein segir að markmið laganna sé "að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi." Stöð 2 4.4.2008 11:38 Úr öskustó Eiga Afganar sér einhverja framtíð nú í kjölfar þriggja áratuga stríðsátaka? Kompás var í þessu hrjáða landi nýverið og grennslaðist fyrir um væntingar og vonir - horfur og framtíð karla, kvenna og ekki síst barna í Afganistan. Stöð 2 2.4.2008 09:26 Friðargæsla? Þó að friðargæslustörf Íslendinga í Afganistan verði færð í auknum mæli í borgalegan búning verður hún framkvæmd innan vébanda hernaðarmaskínu fjölþjóðaherja. Efasemdir heyrast um réttmæti þess að samþætta hernaðarverkefni og þróunaraðstoð með þessum hætti. Utanríkisráðherra var í Afganistan á dögunum, í landinu þar sem einfaldar lausnir eru ekki í boði. Stöð 2 2.4.2008 09:16 Kompásstikla - Afganistan Fariba litla sem lest í sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kjúklingastræti í Kabúl er enn sárlega syrgð. Árásin breytti lífi fjölskyldunnar og ásýnd friðargæslunnar en var einnig vendipunktur í átakasögu Afganistan. Fjölþjóðaherinn telur sig vera að ná tökum á stríðsástandinu en fáir taka undir þá bjartsýni. Utanríkisráðherra ætlar að auka þáttöku Íslendinga í Afganistan þar sem hörmungarnar ætla engan endi að taka. Kompás er á dagskrá kl. 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 28.3.2008 09:26 Martröð Engin dæmi eru um það síðustu ár að fullorðnir gerendur hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn yngstu börnunum. Því miður er það ekki svo að hægt sé að ætla að ekki sé brotið gegn þeim. Stöð 2 19.3.2008 11:02 Hver nýtur vafans? Rauði þráðurinn í frásögnum fjölmargra foreldra sem Kompás ræddi við síðustu mánuði er harkaleg gagnrýni á það úrræðaleysi sem mætir þeim þegar leitað er eftir aðstoð fyrir börnin. Þótt börnin segi frá ofbeldinu sé ekki ákært vegna skorts á sönnunum. Kerfið haldi hlífiskyldi yfir meintum ofbeldismönnum. Stöð 2 19.3.2008 11:01 Þrautarganga foreldra Í næsta Kompásþætti segja foreldrar frá þrautagöngu sinni eftir að grunur kviknaði um að börn þeirra hefðu verið beytt kynferðislegu ofbeldi. Þeir gagnrýna harkalega það úrræðaleysi sem mætir þeim þegar leitað er eftir aðstoð. Öll voru börn þeirra ung þegar meint kynferðiselgt ofbeldi átti sér stað og þótt börnin segi frá ofbeldinu sé ekki ákært vegna skorts á sönnunum. Stöð 2 14.3.2008 16:26 Harmsaga úr Keflavík Áföllin sem fjölskylda Kristins Veigars Sigurðssonar hefur orðið fyrir eru fjölmörg; Allt frá því að hann lést og þartil pólskur maður sem grunaður er um að hafa keyrt á Kristinn Veigar, fór af landi brott í febrúar. Stöð 2 11.3.2008 22:39 Ákall um hjálp Lögreglu hefur ekki tekist að sanna að hinn grunaða hafi ekið bifreiðinni sem keyrði á Kristinn Veigar og vitni segja að hann hafi verið annarsstaðar á þeim tíma sem slysið varð. Stöð 2 11.3.2008 22:28 Ákall til almennings Föstudaginn 30. nóvember var keyrt á Kristinn Veigar Sigurðsson, 4 ára dreng í Keflavík. Ökumaður bílsins sem keyrði á hann flúði af vettvangi. Kristinn Veigar var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild í Reykjavík. Hann lést vegna höfuðáverka á gjörgæsludeild laugardaginn 1. desember. Pólverji, ökumaður bílsins, var handtekinn sama dag og drengurinn lést. Hann hefur ávallt neitað sök og er nú farinn úr landi. Foreldrar Kristins Veigars óska eftir upplýsingum og aðstoð frá almenningi um slysið. Þau óska sér einskis heitar en að maðurinn sem keyrði á litla drenginn þeirra svari til saka. Kompás verður sýndur í opinni dagskrá og með pólskri þýðingu þriðjudaginn kl: 21:50 á Stöð 2. Stöð 2 7.3.2008 11:02 Í okkar nafni Þrátt fyrir að stríð sé sagt andstætt þjóðarvitund Íslendinga hefur einn og einn mörlandi orðið beinn þáttakandi í hildarleik átaka. Við kynnumst Jóni Þór Baldvinssyni liðþjálfa en hann er í bandaríska hernum í Írak og berst, að eigin sögn, ekki aðens fyrir Bandaríkjamenn heldur alla Íslendinga. Jón Þór er eini íslenski hermaðurinn í Írak. Jón Þór er bæði bandarískur og íslenskur ríkisborgari. Hann hefur í starfi sínu séð ljótleika átakanna og þurft að hlynna að limlestum félögum sínum og íröskum borgurum. Hann hefur þátt fyrir allt fulla trú á því að hann og hans félagar séu í réttlátum aðgerðum. Stöð 2 5.3.2008 10:07 Æskudraumur Amma og afi Jóns Þórs hafa enga tiltrú á þessum stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Írak og óttast um drenginn sinn. Strákurinn sem ólst upp í Fellahverfinu sýndi þó snemma mikinn áhuga á hermennsku svo að núverandi starf kemur þeim ekki ýkja mikið á óvart. Stöð 2 5.3.2008 09:58 Íslenskur hermaður í Írak Í næsta Kompásþætti kynnumst við Jóni Þór Baldvinssyni liðþjálfa sem er bráðaliði í bandaríska hernum og eini íslenski hermaðurinn í Írak. Jón Þór er með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt og berst, að eigin sögn, ekki aðens fyrir Bandaríkjamenn heldur alla Íslendinga. Amma og afi Jóns Þórs hafa enga tiltrú á þessum stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Írak og óttast um drenginn sinn. Strákurinn sem ólst upp í Fellahverfinu sýndi þó snemma mikinn áhuga á hermennsku svo að núverandi starf kemur þeim ekki ýkja mikið á óvart. Kompás er á dagskrá kl.21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 29.2.2008 15:45 Afneitun og úrræðaleysi Við höldum áfram umfjöllun okkar um meðferð langt leiddra fíkla á geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Talsmaður hagsmunasamtaka geðsjúkra gagnrýnir spítalann harðlega og það gera foreldrar sjúklinganna einnig. Stöðugt bætist í harða gagnrýni á geðdeild Landspítalans þegar kemur að meðferð langt leiddra fíkla. Spítalinn er sakaður um lögbrot og læknastéttin um afneitun sem jaðri við sjúkleika. Heilbrigðiskerfið gefi þau skilaboð að dauðinn einn geti leyst vandann. Viðmótið líkist hinni "endanlegu lausn" sem Hitler beitti gegn óæskilegum þegnum Þriðja ríkisins. Stöð 2 27.2.2008 10:51 Enn á Sogni Baldvin Kristjánsson hefur verið innilokaður á réttargeðdeildinni að Sogni síðustu fimmtán ár. Kompás sagði frá Baldvini í október á síðasta ári og þar komu fram upplýsingar sem styðja að Baldvin eigi ekki heima á réttargeðdeildinni. Hann á heima með þroskaheftum. Engin úrræði hafa enn fundist fyrir Baldvin. Stöð 2 27.2.2008 10:41 Meðferð langt leiddra fíkla Í næsta Kompásþætti verður haldið áfram umfjöllun um meðferð langt leiddra fíkla á geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Talsmaður hagsmunasamtaka geðsjúkra gagnrýnir spítalann harðlega og það gera foreldrar sjúklinganna einnig. Stöð 2 22.2.2008 15:47 Dauðadópið Frá því í nóvember 2005 hefur Kompás fjallað mikið um læknadóp. Kompás hefur tvisvar sýnt fram á auðvelt aðgengi að læknadópi með hjálp falinna myndavéla og annað skiptið keypti 16 ára tálbeita Kompáss stórhættulegt morfín á götunni. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að átján ára unglingur hefði látist eftir neyslu morfíns. Morfín er stórhættulegt efni sé það misnotað, en á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns. Innlent 20.2.2008 10:49 Fíklar í meðferð Fimmtíu til sextíu manns eru í svokallaðri viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ. Meðferð sem gagnast morfínfíklum, fíklum sem ganga í gegnum helvíti í fráhvarfseinkennum. Landlæknisembættið og SÁÁ segja að framboðið af morfínefnum hafi minnkað á götunni. Fíklarnir eru ekki sammála. Stöð 2 20.2.2008 10:44 Í mynd Íslendingar, Ísland og börn um víða veröld er meðal þess sem hefur fangað hug Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara síðustu áratugi. Myndir hans hafa heillað marga enda þykir hann hafa næmt auga fyrir ólíkum blæbrigðum íslenskrar náttúru og einstökum karakterum. Kompás heimsótti Sigurgeir á vinnustofu hans og forvitnaðist um óútkomnar bækur og flakk á fjarlægun slóðum. Stöð 2 20.2.2008 10:40 Viðhaldsmeðferð við læknadópi Á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns, sem er stórhættulegt efni séð það misnotað. Kompás hefur frá því í nóvember 2005 fjallað mikið um þetta læknadóp og sýnt fram á hversu auðvelt er að nálgast það á götunni. Um 50-60 manns eru í svokallaðri viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ, en stór hluti þeirra eru morfínfíklar. Landlæknisembættið og SÁÁ segja að framboðið af morfínefnum hafi minnkað á götunni. Fíklarnir eru ekki sammála. Stöð 2 15.2.2008 16:28 Týnd! Tuttugu og fimm ára kona hefur síðustu mánuði háð harða baráttu við að finna gögn í kynferðisbrotamáli sem hún tilkynnti árið 1995. Einungis lítill hluti gagnanna hefur fundist og játar félagsþjónusta Hafnarfjarðar að það sé áfellisdómur yfir stofnuninni. Við heyrum sögu konunnar og leitum skýringa á alvarlegu hvarfi þessara viðkvæmu gagna. Stöð 2 13.2.2008 09:57 Að leita réttar síns Stór hluti af gögnum Barnaverndanefndar Hafnarfjarðar í máli Lovísu hefur horfið úr vörslu félagsmálayfirvalda. Það þurfti harða eftirfylgni umboðsmanna Alþingis til að fá skýringar. Málið er litið afar alvarlegum augum hjá Barnaverndarstofu en Lovísa sjálf hefur ekki ákveðið hvort hún kæri Félagsþjónustu Hafnarfjarðar. Stöð 2 13.2.2008 09:48 Á réttri braut Fjölgreinanám og Fjölsmiðjan eru meðal þeirra úrræða sem bjóðast ungu fólki með námsörðugleika eða sem hafa flosnað upp úr námi. Hópurinn er stór og þrátt fyrir að úrræðin séu nokkur, þá er þörfin enn meiri. Þeir sem þangað leita eru oft með brotna sjálfsmynd en koma þaðan bættari og betur undirbúinir fyrir frekar nám og vinnu. Stöð 2 13.2.2008 09:36 Gögnin týnd Í næsta þætti segjum við sögu ungrar konu sem þrettán ára að aldri tilkynnti um kynferðislega misnotkun. Hún segist hafa verið neydd til að draga málið til baka á sínum tíma. Konan kærði meintan geranda fyrir einu ári en henni hefur reynst erfitt að leita réttar síns. Meðal annars vegna þess að gögn Barnaverndarnefndar í málinu eru týnd. Stöð 2 8.2.2008 15:20 Sætur dauði! Vöruframboð í verslunum á Íslandi er allt annað í dag en fyrir tíu árum. Sætindi fá meira pláss í hillum verslananna. Af þessu leiða ýmis vandamál, svo sem mikil aukning áunnninnar sykursýki og sjúkdóma tengdum offitu. Þetta er meðal þess sem við skoðum í kvöld í fróðlegri úttekt Björns Þorlákssonar. Stöð 2 6.2.2008 09:33 Ekkert svigrúm Febrúar er talinn erfiðasti mánuður fólks sem hefur lægstar tekjur í íslensku samfélagi. Margir leita ráða hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, en þar er stuðst við neyslutölur sem eru þrettán ára gamlar. Síðan í nóvember hefur Kompás fylgst með baráttu Guðrúnar Stellu Gunnarsdóttur öryrkja í baráttu við kerfið. Hún er afar ósátt við neyslutölur ráðgjafastofunnar. Stöð 2 6.2.2008 09:27 Offita að aukast á Íslandi Offita er að verða alvarlegasta heilbrigðisvandamál Íslands. Áunnin sykursýki og ýmsir fleiri lífsstíls- og velmegunarsjúkdómar tengdir offitu, eru að brjóta þjóðina á bak aftur og horfir illa hjá komandi kynslóðum að óbreyttu. Því er spáð að í Bandaríkjunum verði lífslíkur barna bráðlega minni en hjá foreldrum þeirra vegna vandamála sem tengjast offitu. Kompás ræddi við hóp lækna um þyngdaraukningu Íslendinga og mein sem því fylgja. Öllum ber læknunum saman um að offita sé orðin að þjóðarmeini. Kompás er á dagskrá á kl: 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 31.1.2008 16:58 Afhjúpun og eftirskjálftar Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á fjórum konum. Þær voru allar illa farnar eftir áralanga fíkniefnaneyslu og voru í meðferð í Byrginu þegar meint brot voru framin. Við rifjum upp Byrgismálið og umræðurnar sem sköpuðust í samfélaginu þegar umdeildur Kompásþáttur greindi fyrst frá misnotkuninni og fjármálaóreiðunni. Kaffistofurnar loguðu og salir Alþingis ekki síður. Við ræðum við mæður þriggja stúlkna sem lögðu fram kærur á hendur Guðmundi. Og við skoðum hvernig kerfið aðstoðaði þessar stúlkur og fólkið sem kom úr Byrginu. Loforðin voru skýr, en hverjar voru efndirnar? Stöð 2 30.1.2008 09:57 Ábyrgð og efndir Þegar Byrginu var lokað brást fyrir marga síðasta haldreipið í harðvítugri baráttu þeirra við sinn andlega sjúkdóm. Á meðan var þrefað um pólitíska ábyrgð á Alþingi. Ráðherrar stigu loks fram og lofuðu úrræðum fyrir Byrgisfólkið en Kompás heyrir nú vitnisburð um að hið opinbera hafi brugðist hrapalega, ekki síst frá mæðrum þeirra stúlkna sem kærðu forstöðumanninn fyrir kynferðislega misbeitingu. Stöð 2 30.1.2008 09:54 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 17 ›
Öryggismál í endurskoðun Þuríður Harpa Sigurðardóttir er lömuð fyrir neðan brjóst eftir hestaslys. Hún er ein af átta einstaklingum sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa dottið af hestbaki á síðustu sjö árum - þar af hefur einn látist. Skaði þeirra sem slasast getur verið varanlegur og líf þeirra verður aldrei samt aftur. Öryggismál í hestamennsku eru nú til endurskoðunar hjá Landsambandi hestamanna, með það fyrir augum að fækka slysum. Stöð 2 9.4.2008 09:56
Kompásstikla - Aðgengi fyrir alla? Kompás beinir sjónum sínum að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum í næsta þætti. Hvernig gengur fólki í hjólastólum að versla á Laugaveginum? Fara til læknis á Akureyri? Eða í banka í miðbænum? Kompás hefur fylgt manni eftir í hjólastól síðan í fyrrasumar og fylgst með hvernig honum gangi að fá þjónustu. Lög um málefni fatlaðra eru mjög skýr. Í fyrstu grein segir að markmið laganna sé "að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi." Stöð 2 4.4.2008 11:38
Úr öskustó Eiga Afganar sér einhverja framtíð nú í kjölfar þriggja áratuga stríðsátaka? Kompás var í þessu hrjáða landi nýverið og grennslaðist fyrir um væntingar og vonir - horfur og framtíð karla, kvenna og ekki síst barna í Afganistan. Stöð 2 2.4.2008 09:26
Friðargæsla? Þó að friðargæslustörf Íslendinga í Afganistan verði færð í auknum mæli í borgalegan búning verður hún framkvæmd innan vébanda hernaðarmaskínu fjölþjóðaherja. Efasemdir heyrast um réttmæti þess að samþætta hernaðarverkefni og þróunaraðstoð með þessum hætti. Utanríkisráðherra var í Afganistan á dögunum, í landinu þar sem einfaldar lausnir eru ekki í boði. Stöð 2 2.4.2008 09:16
Kompásstikla - Afganistan Fariba litla sem lest í sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kjúklingastræti í Kabúl er enn sárlega syrgð. Árásin breytti lífi fjölskyldunnar og ásýnd friðargæslunnar en var einnig vendipunktur í átakasögu Afganistan. Fjölþjóðaherinn telur sig vera að ná tökum á stríðsástandinu en fáir taka undir þá bjartsýni. Utanríkisráðherra ætlar að auka þáttöku Íslendinga í Afganistan þar sem hörmungarnar ætla engan endi að taka. Kompás er á dagskrá kl. 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 28.3.2008 09:26
Martröð Engin dæmi eru um það síðustu ár að fullorðnir gerendur hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn yngstu börnunum. Því miður er það ekki svo að hægt sé að ætla að ekki sé brotið gegn þeim. Stöð 2 19.3.2008 11:02
Hver nýtur vafans? Rauði þráðurinn í frásögnum fjölmargra foreldra sem Kompás ræddi við síðustu mánuði er harkaleg gagnrýni á það úrræðaleysi sem mætir þeim þegar leitað er eftir aðstoð fyrir börnin. Þótt börnin segi frá ofbeldinu sé ekki ákært vegna skorts á sönnunum. Kerfið haldi hlífiskyldi yfir meintum ofbeldismönnum. Stöð 2 19.3.2008 11:01
Þrautarganga foreldra Í næsta Kompásþætti segja foreldrar frá þrautagöngu sinni eftir að grunur kviknaði um að börn þeirra hefðu verið beytt kynferðislegu ofbeldi. Þeir gagnrýna harkalega það úrræðaleysi sem mætir þeim þegar leitað er eftir aðstoð. Öll voru börn þeirra ung þegar meint kynferðiselgt ofbeldi átti sér stað og þótt börnin segi frá ofbeldinu sé ekki ákært vegna skorts á sönnunum. Stöð 2 14.3.2008 16:26
Harmsaga úr Keflavík Áföllin sem fjölskylda Kristins Veigars Sigurðssonar hefur orðið fyrir eru fjölmörg; Allt frá því að hann lést og þartil pólskur maður sem grunaður er um að hafa keyrt á Kristinn Veigar, fór af landi brott í febrúar. Stöð 2 11.3.2008 22:39
Ákall um hjálp Lögreglu hefur ekki tekist að sanna að hinn grunaða hafi ekið bifreiðinni sem keyrði á Kristinn Veigar og vitni segja að hann hafi verið annarsstaðar á þeim tíma sem slysið varð. Stöð 2 11.3.2008 22:28
Ákall til almennings Föstudaginn 30. nóvember var keyrt á Kristinn Veigar Sigurðsson, 4 ára dreng í Keflavík. Ökumaður bílsins sem keyrði á hann flúði af vettvangi. Kristinn Veigar var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild í Reykjavík. Hann lést vegna höfuðáverka á gjörgæsludeild laugardaginn 1. desember. Pólverji, ökumaður bílsins, var handtekinn sama dag og drengurinn lést. Hann hefur ávallt neitað sök og er nú farinn úr landi. Foreldrar Kristins Veigars óska eftir upplýsingum og aðstoð frá almenningi um slysið. Þau óska sér einskis heitar en að maðurinn sem keyrði á litla drenginn þeirra svari til saka. Kompás verður sýndur í opinni dagskrá og með pólskri þýðingu þriðjudaginn kl: 21:50 á Stöð 2. Stöð 2 7.3.2008 11:02
Í okkar nafni Þrátt fyrir að stríð sé sagt andstætt þjóðarvitund Íslendinga hefur einn og einn mörlandi orðið beinn þáttakandi í hildarleik átaka. Við kynnumst Jóni Þór Baldvinssyni liðþjálfa en hann er í bandaríska hernum í Írak og berst, að eigin sögn, ekki aðens fyrir Bandaríkjamenn heldur alla Íslendinga. Jón Þór er eini íslenski hermaðurinn í Írak. Jón Þór er bæði bandarískur og íslenskur ríkisborgari. Hann hefur í starfi sínu séð ljótleika átakanna og þurft að hlynna að limlestum félögum sínum og íröskum borgurum. Hann hefur þátt fyrir allt fulla trú á því að hann og hans félagar séu í réttlátum aðgerðum. Stöð 2 5.3.2008 10:07
Æskudraumur Amma og afi Jóns Þórs hafa enga tiltrú á þessum stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Írak og óttast um drenginn sinn. Strákurinn sem ólst upp í Fellahverfinu sýndi þó snemma mikinn áhuga á hermennsku svo að núverandi starf kemur þeim ekki ýkja mikið á óvart. Stöð 2 5.3.2008 09:58
Íslenskur hermaður í Írak Í næsta Kompásþætti kynnumst við Jóni Þór Baldvinssyni liðþjálfa sem er bráðaliði í bandaríska hernum og eini íslenski hermaðurinn í Írak. Jón Þór er með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt og berst, að eigin sögn, ekki aðens fyrir Bandaríkjamenn heldur alla Íslendinga. Amma og afi Jóns Þórs hafa enga tiltrú á þessum stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Írak og óttast um drenginn sinn. Strákurinn sem ólst upp í Fellahverfinu sýndi þó snemma mikinn áhuga á hermennsku svo að núverandi starf kemur þeim ekki ýkja mikið á óvart. Kompás er á dagskrá kl.21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 29.2.2008 15:45
Afneitun og úrræðaleysi Við höldum áfram umfjöllun okkar um meðferð langt leiddra fíkla á geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Talsmaður hagsmunasamtaka geðsjúkra gagnrýnir spítalann harðlega og það gera foreldrar sjúklinganna einnig. Stöðugt bætist í harða gagnrýni á geðdeild Landspítalans þegar kemur að meðferð langt leiddra fíkla. Spítalinn er sakaður um lögbrot og læknastéttin um afneitun sem jaðri við sjúkleika. Heilbrigðiskerfið gefi þau skilaboð að dauðinn einn geti leyst vandann. Viðmótið líkist hinni "endanlegu lausn" sem Hitler beitti gegn óæskilegum þegnum Þriðja ríkisins. Stöð 2 27.2.2008 10:51
Enn á Sogni Baldvin Kristjánsson hefur verið innilokaður á réttargeðdeildinni að Sogni síðustu fimmtán ár. Kompás sagði frá Baldvini í október á síðasta ári og þar komu fram upplýsingar sem styðja að Baldvin eigi ekki heima á réttargeðdeildinni. Hann á heima með þroskaheftum. Engin úrræði hafa enn fundist fyrir Baldvin. Stöð 2 27.2.2008 10:41
Meðferð langt leiddra fíkla Í næsta Kompásþætti verður haldið áfram umfjöllun um meðferð langt leiddra fíkla á geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Talsmaður hagsmunasamtaka geðsjúkra gagnrýnir spítalann harðlega og það gera foreldrar sjúklinganna einnig. Stöð 2 22.2.2008 15:47
Dauðadópið Frá því í nóvember 2005 hefur Kompás fjallað mikið um læknadóp. Kompás hefur tvisvar sýnt fram á auðvelt aðgengi að læknadópi með hjálp falinna myndavéla og annað skiptið keypti 16 ára tálbeita Kompáss stórhættulegt morfín á götunni. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að átján ára unglingur hefði látist eftir neyslu morfíns. Morfín er stórhættulegt efni sé það misnotað, en á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns. Innlent 20.2.2008 10:49
Fíklar í meðferð Fimmtíu til sextíu manns eru í svokallaðri viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ. Meðferð sem gagnast morfínfíklum, fíklum sem ganga í gegnum helvíti í fráhvarfseinkennum. Landlæknisembættið og SÁÁ segja að framboðið af morfínefnum hafi minnkað á götunni. Fíklarnir eru ekki sammála. Stöð 2 20.2.2008 10:44
Í mynd Íslendingar, Ísland og börn um víða veröld er meðal þess sem hefur fangað hug Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara síðustu áratugi. Myndir hans hafa heillað marga enda þykir hann hafa næmt auga fyrir ólíkum blæbrigðum íslenskrar náttúru og einstökum karakterum. Kompás heimsótti Sigurgeir á vinnustofu hans og forvitnaðist um óútkomnar bækur og flakk á fjarlægun slóðum. Stöð 2 20.2.2008 10:40
Viðhaldsmeðferð við læknadópi Á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns, sem er stórhættulegt efni séð það misnotað. Kompás hefur frá því í nóvember 2005 fjallað mikið um þetta læknadóp og sýnt fram á hversu auðvelt er að nálgast það á götunni. Um 50-60 manns eru í svokallaðri viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ, en stór hluti þeirra eru morfínfíklar. Landlæknisembættið og SÁÁ segja að framboðið af morfínefnum hafi minnkað á götunni. Fíklarnir eru ekki sammála. Stöð 2 15.2.2008 16:28
Týnd! Tuttugu og fimm ára kona hefur síðustu mánuði háð harða baráttu við að finna gögn í kynferðisbrotamáli sem hún tilkynnti árið 1995. Einungis lítill hluti gagnanna hefur fundist og játar félagsþjónusta Hafnarfjarðar að það sé áfellisdómur yfir stofnuninni. Við heyrum sögu konunnar og leitum skýringa á alvarlegu hvarfi þessara viðkvæmu gagna. Stöð 2 13.2.2008 09:57
Að leita réttar síns Stór hluti af gögnum Barnaverndanefndar Hafnarfjarðar í máli Lovísu hefur horfið úr vörslu félagsmálayfirvalda. Það þurfti harða eftirfylgni umboðsmanna Alþingis til að fá skýringar. Málið er litið afar alvarlegum augum hjá Barnaverndarstofu en Lovísa sjálf hefur ekki ákveðið hvort hún kæri Félagsþjónustu Hafnarfjarðar. Stöð 2 13.2.2008 09:48
Á réttri braut Fjölgreinanám og Fjölsmiðjan eru meðal þeirra úrræða sem bjóðast ungu fólki með námsörðugleika eða sem hafa flosnað upp úr námi. Hópurinn er stór og þrátt fyrir að úrræðin séu nokkur, þá er þörfin enn meiri. Þeir sem þangað leita eru oft með brotna sjálfsmynd en koma þaðan bættari og betur undirbúinir fyrir frekar nám og vinnu. Stöð 2 13.2.2008 09:36
Gögnin týnd Í næsta þætti segjum við sögu ungrar konu sem þrettán ára að aldri tilkynnti um kynferðislega misnotkun. Hún segist hafa verið neydd til að draga málið til baka á sínum tíma. Konan kærði meintan geranda fyrir einu ári en henni hefur reynst erfitt að leita réttar síns. Meðal annars vegna þess að gögn Barnaverndarnefndar í málinu eru týnd. Stöð 2 8.2.2008 15:20
Sætur dauði! Vöruframboð í verslunum á Íslandi er allt annað í dag en fyrir tíu árum. Sætindi fá meira pláss í hillum verslananna. Af þessu leiða ýmis vandamál, svo sem mikil aukning áunnninnar sykursýki og sjúkdóma tengdum offitu. Þetta er meðal þess sem við skoðum í kvöld í fróðlegri úttekt Björns Þorlákssonar. Stöð 2 6.2.2008 09:33
Ekkert svigrúm Febrúar er talinn erfiðasti mánuður fólks sem hefur lægstar tekjur í íslensku samfélagi. Margir leita ráða hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, en þar er stuðst við neyslutölur sem eru þrettán ára gamlar. Síðan í nóvember hefur Kompás fylgst með baráttu Guðrúnar Stellu Gunnarsdóttur öryrkja í baráttu við kerfið. Hún er afar ósátt við neyslutölur ráðgjafastofunnar. Stöð 2 6.2.2008 09:27
Offita að aukast á Íslandi Offita er að verða alvarlegasta heilbrigðisvandamál Íslands. Áunnin sykursýki og ýmsir fleiri lífsstíls- og velmegunarsjúkdómar tengdir offitu, eru að brjóta þjóðina á bak aftur og horfir illa hjá komandi kynslóðum að óbreyttu. Því er spáð að í Bandaríkjunum verði lífslíkur barna bráðlega minni en hjá foreldrum þeirra vegna vandamála sem tengjast offitu. Kompás ræddi við hóp lækna um þyngdaraukningu Íslendinga og mein sem því fylgja. Öllum ber læknunum saman um að offita sé orðin að þjóðarmeini. Kompás er á dagskrá á kl: 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 31.1.2008 16:58
Afhjúpun og eftirskjálftar Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á fjórum konum. Þær voru allar illa farnar eftir áralanga fíkniefnaneyslu og voru í meðferð í Byrginu þegar meint brot voru framin. Við rifjum upp Byrgismálið og umræðurnar sem sköpuðust í samfélaginu þegar umdeildur Kompásþáttur greindi fyrst frá misnotkuninni og fjármálaóreiðunni. Kaffistofurnar loguðu og salir Alþingis ekki síður. Við ræðum við mæður þriggja stúlkna sem lögðu fram kærur á hendur Guðmundi. Og við skoðum hvernig kerfið aðstoðaði þessar stúlkur og fólkið sem kom úr Byrginu. Loforðin voru skýr, en hverjar voru efndirnar? Stöð 2 30.1.2008 09:57
Ábyrgð og efndir Þegar Byrginu var lokað brást fyrir marga síðasta haldreipið í harðvítugri baráttu þeirra við sinn andlega sjúkdóm. Á meðan var þrefað um pólitíska ábyrgð á Alþingi. Ráðherrar stigu loks fram og lofuðu úrræðum fyrir Byrgisfólkið en Kompás heyrir nú vitnisburð um að hið opinbera hafi brugðist hrapalega, ekki síst frá mæðrum þeirra stúlkna sem kærðu forstöðumanninn fyrir kynferðislega misbeitingu. Stöð 2 30.1.2008 09:54