Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttamynd

Benedikt gæti blandað sér í toppslaginn í Reykjavík

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er sagður liggja undir feldi eftir að samþykkt var að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor, fyrr í vikunni.

Klinkið
Fréttamynd

Gleðilegt ár?

Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Skúli vill þriðja sætið

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Klinkið
Fréttamynd

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“

Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Innlent
Fréttamynd

Dagur áfram í pólitíkinni

Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Helga Möller í pólitíkina

Söngkonan Helga Möller hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segist stefna á þriðja eða fjórða sætið í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?

Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.

Klinkið
Fréttamynd

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Innlent
Fréttamynd

„Hjartað réð för“

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Sjálf­stæðis­menn að styðja frekar al­mennt próf­kjör

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað.

Innlent
Fréttamynd

Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör

Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Hressandi við­horf Hildar

Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún stefnir á bæjarstjórann í Mosó

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi.

Innlent