Körfubolti

Fréttamynd

Úrslitin í NBA í gær

Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83.

Sport
Fréttamynd

Damon búinn að semja á Spáni

Damon Johnson samdi fyrir helgi við spænska liðið Caja San Fernando Sevilla og mun spila með því í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Leikir Snæfells í beinni á netinu

Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, mun hefja beinar útsendingar af heimaleikjum liðsins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 20 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Dynamo St. Petersburg, beið lægri hlut fyrir Khimki á heimavelli, 101-114.

Sport
Fréttamynd

Grindavík fær nýjan leikmann

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gert samning við bandaríska leikmanninn Terrel Taylor og verður hann löglegur gegn ÍR á föstudaginn kemur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði KFÍ

Grindavík vann KFÍ 116-94 í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ísafirði í gær. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig og Darrel Lewis 31 fyrir Grindavík en Josua Helm skoraði 46 stig fyrir KFÍ.

Sport
Fréttamynd

Ferguson aðvarar Chelsea

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað Chelsea við að reynsluleysi liðsins muni kosta það titilinn.

Sport
Fréttamynd

Þór vann Þór í körfunni

Tveir leikir voru í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi: Valur sigraði Ármann/Þrótt 108-84 og Þór Akureyri vann nafna sinn Þór í Þorlákshöfn 92-71. Klukkan fimm í dag mætast KFÍ og Grindavík í Intersport-deildinni en leiknum hefur verið frestað í tvígang.

Sport
Fréttamynd

Úrslit leikja í NBA-körfuboltanum

Níu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. San Antonio Spurs marði sigur á meisturunum í Detroit Pistons 80-77. Ben Wallace lék með Pistons að nýju eftir að hafa tekið út sex leikja keppnisbann sem hann fékk fyrir átökin í leiknum gegn Indiana fyrir hálfum mánuði.

Sport
Fréttamynd

Tvö stór töp í röð hjá Snæfelli

Snæfellingar töpuðu með 19 stigum fyrir nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í Intersportdeildinni í fyrrakvöld og hafa því tapað tveimur síðustu leikjum sínum með 35 stigum, fyrst 86-102 fyrir Keflavík í bikarnum á sunnudagskvöldið og svo 81-100 fyrir Fjölni.

Sport
Fréttamynd

Jakob með 17 stig fyrir Birmingham

Jakob Sigurðarson, sem leikur með körfuknattleiksliði Birmingham Southern háskólanum í Alamaba í Bandaríkjunum, skoraði 17 stig þegar liðið tapaði á móti Indiana State, 55-62.

Sport
Fréttamynd

Leik KFÍ og UMFG aftur frestað

Leik KFÍ og Grindavíkur, sem fram átti að fara á ísafirði í gær, en var frestað þar til í dag, hefur verið frestað aftur. Leikurinn hefur verið settur á að nýju klukkan 17:00 á morgun, laugardag, í íþróttahúsinu Torfnesi.

Sport
Fréttamynd

Nowitsky skoraði 53 stig

Þjóðverjinn Dirk Nowitsky skoraði 53 stig þegar Dallas Mavericks sigraði Houston Rockets 113-106 í framlengdum leik í gærkvöldi. Þetta er met í sögu Dallas því enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig. Tracy McGrady skoraði 48 stig fyrir Houston. Í hinum leiknum í NBA-deildinni í gærkvöldi sigraði Cleveland Denver 92-73.

Sport
Fréttamynd

Leik KFÍ og UMFG frestað

Leik KFÍ og Grindavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar til Ísafjarðar. Leikurinn verður því leikinn á morgun, 3. desember, klukkan 19:15

Sport
Fréttamynd

Stærsta tap tímabilsins hjá KR

Njarðvíkurkonur unnu 37 stiga sigur á KR, 89-52, í mikilvægum leik í botnslag 1. deildar kvenna í fyrrakvöld en það sést kannski á mikilvægi leiksins að bæði lið tefldu fram nýjum erlendum leikmanni í honum.

Sport
Fréttamynd

Suns efst allra í NBA

 Phoenix Suns er efst allra liða í NBA-körfuboltanum eftir níunda sigur sinn í röð en liðið lagði Lebron James og félaga í Cleveland Cavaliers, 120-101, á heimavelli í nótt.

Sport
Fréttamynd

Fratello ráðinn til Grizzlies

Mike Fratello var í gær ráðinn þjálfari hjá Memphis Grizzlies eftir að hinn 71 árs gamli Hubie Brown sagði starfinu sínu lausu af heilsufarsástæðum.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í Intersportdeildinni

Fimm leikir voru í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík styrkti stöðu sína á toppnum er þeir sigruðu Tindastól á Króknum 95-85. Á sama tíma steinlág Snæfell fyrir Fjölni í Grafarvoginum 100-81. ÍR-ingar sigruðu KR 92-83, Hamar/Selfoss sigraði Hauka 93-88 og Keflavík sigraði Skallagrím örugglega í Keflavík, 94-67.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurstúlkur unnu toppslaginn

Íslandsmeistarar Keflavíkur styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld með sigri á ÍS í toppslag deildarinnar, 73-53 en þrír leikir voru á dagskrá deildarinnar í kvöld. Keflavík er nú með 16 stig á toppnum eftir 8 leiki, fjórum stigum á undan Grindavík sem klifraði upp fyrir ÍS með sigri á Haukum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Flint ráðinn til Hauka

Lið Hauka í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hafa ráðið til sín Bandaríkjamanninn Damon Jay Flint.

Sport
Fréttamynd

Dregið í bikarnum í körfunni

Í dag var dregið í 16-liða úrslit karla í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar. Eftir dráttinn er ljóst að a.m.k. tvö neðri deildarlið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Bikarmeistarar Keflavíkur fengu heimaleik gegn Haukum.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór stigahæstur

Dynamo St. Petersburg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í Rússlandi, vann sinn fimmta leik í Evrópukeppni FIBA í fyrrakvöld þegar liðið lagði París PBR á útivelli, 74-80.

Sport
Fréttamynd

Kidd á æfingu á morgun?

Lawrence Frank, þjálfari New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, mun eiga fund með Jason Kidd í dag til að ræða væntanlega endurkomu hans eftir meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Denver á fleygiferð

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Los Angeles Clippers lögðu Cleveland Cavaliers með 94 stigum gegn 82. Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers en LeBron James skoraði 22 fyrir Cleveland.

Sport
Fréttamynd

Kirilenko frá í tvær vikur

Utah Jazz varð fyrir áfalli í leik gegn San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum um helgina þegar framherjinn Andrei Kirilenko meiddist á hné.

Sport
Fréttamynd

Nýir bakverðir mæta til leiks

Bæði lið Njarðvíkur og KR stefna að því að tefla fram nýjum erlendum leikmönnum þegar liðið mætast í áttundu umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld, Njarðvík hefur fengið til sín fyrrum unglingalandsliðskonu frá Serbíu og Svartfjallalandi en KR hefur fengið til sig bandarískan bakvörð.

Sport
Fréttamynd

Rivers hefndi sín á Orlando Magic

Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, náði að hefna sín á gamla félagi sínu, Orlando Magic, með góðum sigri á útivelli, 117-101, í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

NBA-slagsmálin rannsökuð

  Lögreglan í Detroit, sem rannsakar slagsmálin á leik Detroit Pistons og Indiana Pacers, segist hafa fundið manninn sem henti stól í átt að leikmönnum Pacers.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sló Snæfell út

Keflavík sló Snæfell út úr keppni í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í Reykjanesbæ í gær. Keflavík lagði Snæfell með sextán stiga mun, 102-86. Magnús Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Keflavík en Desmond Pepoles 27 stig fyrir Snæfell.

Sport
Fréttamynd

49 stiga sigur Njarðvíkinga

32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta lauk í kvöld með einum leik þegar Njarðvíkingar rúlluðu upp ÍS með 49 stiga mun, 81-130. Dregið verður í 16 liða úrslitin á miðvikudag og nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum.

Sport