Körfubolti

Fréttamynd

Keflavíkurstúlkur enn taplausar

Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur ennþá öruggri forristu á Grindavík, en bæði lið sigruðu þó í kvöld. Keflavíkurstúlkur sigruðu nágranna sína í Njarðvík 74-51 í Njarðvík og Grindavík sigraði KR, sem enn er án stiga, 77-63 í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Heat á enda

Ray Allen og félagar í Seattle Supersonics bundu enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 98-96. Allen fór fyrir sínum mönnum og skoraði 35 stig.

Sport
Fréttamynd

Grímuball með LeBron James

Gríman, sem LeBron James lék með til að verja áverka sem hann hlaut í leik gegn Houston, kom ekki í veg fyrir góða frammistöðu kappans í leik Cleveland Cavaliers gegn Charlotte Bobcats í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Eigendaskipti hjá Cleveland

Nýstirnið LeBron James skoraði 26 fyrir Cleveland sem sigraði Charlotte Bobcats 94-83 í NBA-deildinni í nótt. James lék með sérsmíðaða andlitsgrímu þar sem hann kinnbeinsbrotnaði í leik fyrir viku. Þá urðu eigandaskipti hjá Cleveland skömmu fyrir leik þegar auðkýfingurinn Dan Gilbert keypti félagið og heimavöll þess af Gordon Gund fyrir um 23 milljarða króna.

Sport
Fréttamynd

Manciel kominn til baka

Bandaríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék með Haukum á síðasta tímabili í Intersportdeildinni í körfubolta, er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og mun spila með því til loka tímabilsins. Manciel leysir landa sinn Damon Flint af hólmi en Flint spilaði tvo leiki með Haukum fyrir jól og þótti ekki standa undir væntingum.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire með 50 stig

Amaré Stoudemire setti persónlegt met þegar hann skoraði 50 stig í stórsigri Phoenix á Portland 117-84. Phoenix er með bestan árangur í deildinni með 26 sigurleiki en aðeins fjögur töp.

Sport
Fréttamynd

Cleveland Cavaliers selt

Dan nokkur Gilbert hefur fest kaup á NBA-liðinu Cleveland Cavaliers. Gilbert, sem er upphafsmaður veðréttindafyrirtækisins Quicken Loans, keypti Cavaliers af bræðrunum Gordon og George Gund fyrir rúmlega 23 milljarða íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

14. sigurleikur Miami í röð

Miami Heat vann fjórtánda leik sinn í röð, sem er félagsmet í NBA-deildinni í körfubolta, í gærkvöldi. Miami skellti nýliðum Charlotte Bobcats 113-90. Dwyane Wade skoraði 26 stig og átti níu stoðsendingar. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig. Miami er með bestan árangur í austurdeildinni með 25 sigurleiki en aðeins sjö tapleiki.

Sport
Fréttamynd

McGrady skoraði 34 stig

Tracy McGrady skoraði 34 stig þegar lið hans Houston Rockets bar sigurorð af Cleveland 98-87 í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Chauncey Billups skoraði 32 stig fyrir meistara Detroit Pistons í 107-105 sigri á Washington. Billups skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,7 sekúndur voru eftir.

Sport
Fréttamynd

12 stiga sigur hjá stúlkunum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann í kvöld tólf stiga sigur á úrvaldsliði frá London í lokaleik í æfingaferð stelpnanna til Englands. Íslenska liðið var 32-29 yfir í hálfleik og sigraði að lokum með 76 stigum gegn 64.

Sport
Fréttamynd

LeBron spilar með grímu

Krónprinsinn í NBA deildinni og leikmaður Clevland, LeBron James, mun þurfa að spila með grímu til að verja kinnbeinið sem brotnaði er Dikembe Mutombo, miðherji Huston, gaf honum óviljandi olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudaginn. James, sem varð tvítugur í dag, mun líklega ekki missa úr leik vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

Þriggja stiga tap hjá stúlkunum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir stöllum sínum frá Englandi með þriggja stiga mun, 66-63, en leikið var í Sheffield á Englandi. Þær ensku höfðu undirtökin allan leikinn, voru til að mynda yfir í hálfleik 29-27 og höfðu níu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta, 52-43.

Sport
Fréttamynd

Þriggja stiga tap fyrir Englandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með þremur stigum, 63-66, fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik

Sport
Fréttamynd

LeBron James í miklum ham

Krónprinsinn í NBA körfuboltanum, LeBron James, fór hamförum þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, sigaði Atlanta Hawks með 111 stigum gegn 102. LeBron James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig, hirti 9 fráköst og gaf sjö stoðsendingar og sló tvö met í leiðinni. Hann er yngsti leikmaður NBA deildarinnar sem skorar yfir 500 stig og nær yfir 500 fráköstum.

Sport
Fréttamynd

Bzdelik rekinn frá Nuggets

Jeff Bzdelik var í dag rekinn sem stjóri Denver Nuggets í NBA, en Nuggets hafa nú tapað sex leikjum í röð og það þrátt fyrir að hafa fengið stjörnuleikmanninn Kenyon Martin. Aðstoðarmaður Bzdelik, Michael Cooper hefur tekið við stjórn liðsins til bráðabyrgðar.

Sport
Fréttamynd

Fimm stiga sigur á Englandi

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í gækvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur í kvöld og þá í Sheffield.

Sport
Fréttamynd

Átta stig á 14 mínútum

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig þær fjórtán mínútur sem hann lék fyrir rússneska körfuknatteiksliðið Dynamo St. Pétursborg sem sigraði Lokomotiv Rostov 79-71 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Birna íþróttamaður Reykjanesbæjar

Birna Valgarðsdóttir körfuboltakona hefur verið valin Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ. Birna var fyrirliði og burðarás í körfuboltaliði Keflavíkur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta vetur.

Sport
Fréttamynd

Ming og O´Neal með flest atkvæði

Miðherjarnir Yao Ming hjá Houston Rockets og Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hafa fengið flest atkvæði í kosningu byrjunarliða í Stjörnuleiknum í NBA-deildinni 2005 sem fer fram í Denver 20. febrúar.

Sport
Fréttamynd

Snæfell semur við Clemmons

Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hefur borist liðsstyrkur. Sá heitir Calvin Clemmons og er frá Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Carter með 23 stig í fyrsta leik

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í gærkvöld og nótt. Richard Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit sem sigraði New Jersey Nets í framlengdnum leik 100-90. Vince Carter lék fyrsta leik sinn fyrir Nets eftir kaupin frá Toronto. Carter skoraði 23 stig en haltraði út af í framlengingunni vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Phoenix heldur sigurgöngunni áfram

Phoenix heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum en liðið vann í nótt sinn ellefta sigur í röð þegar liðið sigraði Toronto 106-94. New York bar sigurorð af Charlotte 91-82, Millwauke vann Chicago 99-92 og San Antonio skellti Boston 107-90.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki með stórleik gegn Nuggets

Denver Nuggets áttu ekki mikla möguleika gegn Dirk Nowitzki og félaga í Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld er liðin mættust í Denver.

Sport
Fréttamynd

Engin slagsmál að þessu sinni

Indiana Pacers tók á móti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í kvöld en þegar þessi lið mættust á heimavelli Pistons sauð allrækilega upp úr undir lok leiksins sem endaði með allsherjarslagsmálum milli áhorfenda og leikmanna Pacers. David Stern, framkvæmdastjóri NBA, ákvað í kjölfarið að dæma þrjá leikmenn Pacers í bann og vonir liðsins því ekki miklar fyrir komandi átök á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Heat vann Lakers

Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat höfðu betur gegn Los Angeles Lakers, 104-102, í kvöld í NBA-körfuboltanum. Leiknum hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem Kobe Bryant og O´Neal leiða saman hesta sína eftir að leiðir skildu eftir síðasta tímabil. Tvímenningarnir hafa munnhöggvið duglega í hvorn annan í fjölmiðlum upp á síðkastið og því var viðbúið að andrúmsloftið yrði lævi blandið.

Sport
Fréttamynd

Tíundi sigur Miami í röð

Miami Heat heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda sigur í nótt þegar það bar sigurorð af Sacramento Kings, 109-107, á útivelli. San Antonio Spurs lagði Minnesota Timberwolves, 96-82, og Phoenix Suns vann Memphis Grizzlies, 109-102.

Sport
Fréttamynd

Englandsfararnir valdir

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og aðstoðarmaður hans Henning Heninngsson hafa valið þrettán manna landsliðshóp sem fer til Englands milli jóla og nýárs og munu spila þrjá æfingaleiki í Englandi, tvo opinbera landsleiki gegn Englandi og svo æfingaleik gegn úrvalsliði frá London.

Sport
Fréttamynd

Nýr útlendingur til KR-inga

Bandaríkjamaðurinn Aaron Harper er genginn til liðs við körfuknattleikslið KR. Harper er 23 ára og kemur í stað Damon Garris en KR-ingar sögðu upp samningi sínum við hann.

Sport
Fréttamynd

Jermaine O Neal fékk bannið stytt

Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu.

Sport
Fréttamynd

Netkosning hófst í gær

Hinn árlegi Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands fer fram í Valsheimilinu 15. janúar næstkomandi. Auk leiksins verður troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni í hálfleik en stefna sambandsins er að gera daginn að fjölskyldudegi.

Sport