Körfubolti New Jersey stöðvaði Detroit Lið New Jersey Nets stöðvaði í nótt 11 leikja sigurgöngu Detroit Pistons með 91-84 sigri á heimavelli sínum. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit, en Jason Kidd skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendngar hjá New Jersey. Sport 1.2.2006 13:55 Dallas - Chicago í beinni Leikur Dallas Mavericks og Chicago Bulls verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst leikurinn klukkan 01:30. Þarna mætast tvö mjög skemmtileg lið sem koma til með að bjóða upp á góðan körfubolta í nótt. Sport 31.1.2006 22:04 Miami lagði LA Clippers Miami vann í nótt sigur á LA Clippers í skemmtilegum leik 118-114, þar sem leikmenn Miami gerðu út um leikinn í lokin með góðri vítanýtingu. Dwayne Wade var þeirra atkvæðamestur með 28 stig og 11 stoðsendingar, en Elton Brand skoraði 31 stig fyrir Clippers og Cuttino Mobley skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar. Sport 31.1.2006 13:43 Rodman segist geta spilað aftur í NBA Skrautfuglinn Dennis Rodman segist eiga nóg inni í körfuboltanum eftir að hann gerði ágætt mót með liði Brighton Bears í enska körfuboltanum um helgina. Rodman skoraði fjögur stig og hirti sjö fráköst í sigri liðsins á Guildford Heat 91-88 um helgina. Sport 30.1.2006 14:41 Ellefu sigrar í röð hjá Detroit Skorunarmaskínan Kobe Bryant mátti sín lítils gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons í nótt þegar lið hans LA Lakers lá fyrir Pistons 102-93 á útivelli. Bryant skoraði 39 stig í leiknum en mátti sín lítils gegn öflugri liðsheild Detroit, þar sem fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira þó liðið væri langt frá sínu besta. Sport 30.1.2006 04:56 Áttundi sigur Dallas í röð Lið Dallas Mavericks vann í nótt sinn áttunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Utah fyrirhafnarlítið á heimavelli sínum, 103-89. Josh Howard skoraði 24 stig í jöfnu liði Dallas, en Devin Brown skoraði 18 stig fyrir Utah. Sport 29.1.2006 13:49 Hvað gerir Kobe Bryant? Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, en þetta er fyrsti leikur Lakers síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto fyrir fimm dögum síðan og því aldrei að vita nema kappinn verði í góðu stuði í nótt. Sport 27.1.2006 21:08 Indiana - Cleveland í beinni Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00. Sport 27.1.2006 16:31 Rodman spilar á Englandi á laugardag Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn. Sport 27.1.2006 14:52 Skipti hjá Boston og Minnesota Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota. Sport 27.1.2006 13:40 Phoenix skellti Miami Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Sport 27.1.2006 13:46 Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. Sport 26.1.2006 21:28 Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. Sport 26.1.2006 20:55 Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Sport 26.1.2006 14:11 Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Sport 26.1.2006 02:17 Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Sport 25.1.2006 14:23 Artest skipt fyrir Stojakovic? Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru nú uppfullir af því að Indiana Pacers og Sacramento Kings séu komin á fremsta hlunn með að skipta á þeim Ron Artest og Peja Stojakovic mjög bráðlega. Sagt er að Indiana sé tilbúið að skipta strax, en að boltinn sé hjá forráðamönnum Sacramento og að þeir séu enn að hugsa málið. Sport 24.1.2006 20:45 McGrady skoraði 41 gegn Bucks Tracy McGrady skoraði 41 stig fyrir lið sitt Houston í góðum sigri liðsins á Milwaukee á útivelli í nótt 97-80. Houston hefur gengið skelfilega í vetur og hefur liðið að mestu verið án þeirra McGrady og Yao Ming, en McGrady undirstrikaði mikilvægi sitt fyrir liðið í nótt. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee. Sport 24.1.2006 13:34 Jón Arnór með 10 stig í sigri Napoli Napoli, lið Jóns Arnar Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfubolta, vann góðan útisigur á Bologna í gærkvöldi 90-80. Jón Arnór skoraði 10 stig í leiknum og er lið hans sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir lið sitt Bayreuth í sigri á Stuttgart 90-76 í þýsku 2. deildinni. Sport 23.1.2006 15:03 Stórleikur Bryant sýndur í dag Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar. Sport 23.1.2006 15:38 Denver skellti meisturnum Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Sport 23.1.2006 15:17 Leikurinn er á NBA-TV Nú er verið að sýna leik LA Lakers og Toronto á sjónvarpsstöðunni NBA-TV sem finna má á digital Ísland afruglaranum. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum sem er það næst mesta í sögu NBA-deildarinnar. Sport 23.1.2006 10:48 Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962. Sport 23.1.2006 05:08 LeBron James skoraði 51 stig Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown. Sport 22.1.2006 13:06 Parker sló persónulegt met 38 stig frá Kobe Bryant dugðu ekki fyrir Los Angles Lakers sem töpuðu fyrir Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt, 106-93. Þetta var sjötti tapleikur Lakers í röð fyrir Phoenix. Tony Parker settti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 38 stig fyrir San Antonio Spurs sem unnu 101-94 sigur á Miami Heat. Sport 21.1.2006 11:37 NBA veisla á Sýn í kvöld Tveir NBA leikir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Klukkan 23:00 verður útsending frá leik New York Knicks og Detroit Pistons sem fór fram í gærkvöldi, en strax þar á eftir verður stórleikur Miami Heat og San Antonio sýndur í beinni útsendingu. Sport 20.1.2006 16:11 Detroit valtaði yfir New York Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar, Detroit Pistons, valtaði yfir New York Knicks á útivelli 105-79 og Sacramento Kings vann góðan sigur á Los Angeles Lakers 118-109 eftir framlengdan leik. Sport 20.1.2006 13:23 New York - Detroit í beinni Leikur New York Knicks og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Detroit státar af langbesta árangri allra liða í deildinni og valtaði auðveldlega yfir Atlanta Hawks síðustu nótt. New York hefur ekki gengið jafn vel undir stjórn Larry Brown, en þó má segja að liðið sé nokkuð óútreiknanlegt og því verður gaman að sjá hvernig því tekst að eiga við Detroit. Sport 19.1.2006 22:00 Saunders þjálfar Austurliðið Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma. Sport 19.1.2006 21:41 Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni. Sport 19.1.2006 16:25 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 219 ›
New Jersey stöðvaði Detroit Lið New Jersey Nets stöðvaði í nótt 11 leikja sigurgöngu Detroit Pistons með 91-84 sigri á heimavelli sínum. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit, en Jason Kidd skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendngar hjá New Jersey. Sport 1.2.2006 13:55
Dallas - Chicago í beinni Leikur Dallas Mavericks og Chicago Bulls verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst leikurinn klukkan 01:30. Þarna mætast tvö mjög skemmtileg lið sem koma til með að bjóða upp á góðan körfubolta í nótt. Sport 31.1.2006 22:04
Miami lagði LA Clippers Miami vann í nótt sigur á LA Clippers í skemmtilegum leik 118-114, þar sem leikmenn Miami gerðu út um leikinn í lokin með góðri vítanýtingu. Dwayne Wade var þeirra atkvæðamestur með 28 stig og 11 stoðsendingar, en Elton Brand skoraði 31 stig fyrir Clippers og Cuttino Mobley skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar. Sport 31.1.2006 13:43
Rodman segist geta spilað aftur í NBA Skrautfuglinn Dennis Rodman segist eiga nóg inni í körfuboltanum eftir að hann gerði ágætt mót með liði Brighton Bears í enska körfuboltanum um helgina. Rodman skoraði fjögur stig og hirti sjö fráköst í sigri liðsins á Guildford Heat 91-88 um helgina. Sport 30.1.2006 14:41
Ellefu sigrar í röð hjá Detroit Skorunarmaskínan Kobe Bryant mátti sín lítils gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons í nótt þegar lið hans LA Lakers lá fyrir Pistons 102-93 á útivelli. Bryant skoraði 39 stig í leiknum en mátti sín lítils gegn öflugri liðsheild Detroit, þar sem fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira þó liðið væri langt frá sínu besta. Sport 30.1.2006 04:56
Áttundi sigur Dallas í röð Lið Dallas Mavericks vann í nótt sinn áttunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Utah fyrirhafnarlítið á heimavelli sínum, 103-89. Josh Howard skoraði 24 stig í jöfnu liði Dallas, en Devin Brown skoraði 18 stig fyrir Utah. Sport 29.1.2006 13:49
Hvað gerir Kobe Bryant? Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, en þetta er fyrsti leikur Lakers síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto fyrir fimm dögum síðan og því aldrei að vita nema kappinn verði í góðu stuði í nótt. Sport 27.1.2006 21:08
Indiana - Cleveland í beinni Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00. Sport 27.1.2006 16:31
Rodman spilar á Englandi á laugardag Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn. Sport 27.1.2006 14:52
Skipti hjá Boston og Minnesota Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota. Sport 27.1.2006 13:40
Phoenix skellti Miami Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Sport 27.1.2006 13:46
Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. Sport 26.1.2006 21:28
Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. Sport 26.1.2006 20:55
Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Sport 26.1.2006 14:11
Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Sport 26.1.2006 02:17
Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Sport 25.1.2006 14:23
Artest skipt fyrir Stojakovic? Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru nú uppfullir af því að Indiana Pacers og Sacramento Kings séu komin á fremsta hlunn með að skipta á þeim Ron Artest og Peja Stojakovic mjög bráðlega. Sagt er að Indiana sé tilbúið að skipta strax, en að boltinn sé hjá forráðamönnum Sacramento og að þeir séu enn að hugsa málið. Sport 24.1.2006 20:45
McGrady skoraði 41 gegn Bucks Tracy McGrady skoraði 41 stig fyrir lið sitt Houston í góðum sigri liðsins á Milwaukee á útivelli í nótt 97-80. Houston hefur gengið skelfilega í vetur og hefur liðið að mestu verið án þeirra McGrady og Yao Ming, en McGrady undirstrikaði mikilvægi sitt fyrir liðið í nótt. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee. Sport 24.1.2006 13:34
Jón Arnór með 10 stig í sigri Napoli Napoli, lið Jóns Arnar Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfubolta, vann góðan útisigur á Bologna í gærkvöldi 90-80. Jón Arnór skoraði 10 stig í leiknum og er lið hans sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir lið sitt Bayreuth í sigri á Stuttgart 90-76 í þýsku 2. deildinni. Sport 23.1.2006 15:03
Stórleikur Bryant sýndur í dag Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar. Sport 23.1.2006 15:38
Denver skellti meisturnum Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Sport 23.1.2006 15:17
Leikurinn er á NBA-TV Nú er verið að sýna leik LA Lakers og Toronto á sjónvarpsstöðunni NBA-TV sem finna má á digital Ísland afruglaranum. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum sem er það næst mesta í sögu NBA-deildarinnar. Sport 23.1.2006 10:48
Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962. Sport 23.1.2006 05:08
LeBron James skoraði 51 stig Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown. Sport 22.1.2006 13:06
Parker sló persónulegt met 38 stig frá Kobe Bryant dugðu ekki fyrir Los Angles Lakers sem töpuðu fyrir Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt, 106-93. Þetta var sjötti tapleikur Lakers í röð fyrir Phoenix. Tony Parker settti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 38 stig fyrir San Antonio Spurs sem unnu 101-94 sigur á Miami Heat. Sport 21.1.2006 11:37
NBA veisla á Sýn í kvöld Tveir NBA leikir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Klukkan 23:00 verður útsending frá leik New York Knicks og Detroit Pistons sem fór fram í gærkvöldi, en strax þar á eftir verður stórleikur Miami Heat og San Antonio sýndur í beinni útsendingu. Sport 20.1.2006 16:11
Detroit valtaði yfir New York Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar, Detroit Pistons, valtaði yfir New York Knicks á útivelli 105-79 og Sacramento Kings vann góðan sigur á Los Angeles Lakers 118-109 eftir framlengdan leik. Sport 20.1.2006 13:23
New York - Detroit í beinni Leikur New York Knicks og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Detroit státar af langbesta árangri allra liða í deildinni og valtaði auðveldlega yfir Atlanta Hawks síðustu nótt. New York hefur ekki gengið jafn vel undir stjórn Larry Brown, en þó má segja að liðið sé nokkuð óútreiknanlegt og því verður gaman að sjá hvernig því tekst að eiga við Detroit. Sport 19.1.2006 22:00
Saunders þjálfar Austurliðið Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma. Sport 19.1.2006 21:41
Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni. Sport 19.1.2006 16:25