Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli
Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni.