Viðskipti innlent

Milljarður í arð­greiðslur hjá Toyota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úlfar Steindórsson (til vinstri) handsalar samning um kolefnisjöfnun árið 2019. 
Úlfar Steindórsson (til vinstri) handsalar samning um kolefnisjöfnun árið 2019. 

Stjórnir systurfélaga Toyota umboðsins á Íslandi leggja til að greiddur verði út milljarður króna í arð vegna rekstrarársins 2023.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Um er að ræða tillögu um sjö hundruð milljóna arðgreiðslu hjá Toyota á Íslandi ehf og 300 milljónir hjá TK bílum ehf. Félögin eru í eigu Úlfars Steindórssonar og Kristjáns Þorbergssonar.

Félögin greiddu tvo milljarða í arð fyrir rekstrarárið 2022.

Í úttekt Viðskiptablaðsins kemur fram að hin stóru bílaumboðin greiði töluvert lægri arð. 175 milljónir í tilfelli Heklu, 300 milljónir hjá Öskju en BL greiddi engan arð í ár eftir milljarð króna arðgreiðslu árið á undan.


Tengdar fréttir

Í fyrst­a skipt­i í hálf­a öld dregst bíl­a­sal­a sam­an í hag­vext­i

Sala á nýjum bílum er að dragast skarpt saman þrátt fyrir hagvöxt, nokkuð sem hefur ekki gerst í liðlega hálfa öld, en á sama tíma er sala á notuðum bílum að ganga vel. Ýmis bílaumboð áttu umtalsvert af nýjum bílum um áramótin en sú staða hefur batnað eftir því sem leið á árið, að sögn viðmælanda Innherja. Bankamaður telur engin teikn á lofti hvað varðar getu bílaumboðanna við að standa í skilum en fjármagnskostnaður bílaumboða getur verið um tólf prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×