Kia GT er 5,1 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 14:13 Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent