Verða þeir bílaframleiðendur undir sem ekki þróa rafmagnsbíla? Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 13:46 Porsche Cayenne Hybrid hlaðinn á hraðhleðslustöð. Þrátt fyrir að bensínverð sé lágt og hjálpi þeim bílaframleiðendum í bili sem ekki hafa lagt mikla áherslu á rafmagnsdrifrás í bíla sína, spá margir að þeir verði undir með tímanum. Þróunin í átt að rafdrifnum bílum er þegar komin nokkuð vel á veg en bílaframleiðendur hafa lagt mismikla áherslu á rafmagnsbíla. Ef til vill er skýrasta dæmið um framsækið fyrirtæki sem ætlar ekki að missa af lestinni Porsche, sem og reyndar stóra Volkswagen bílafjölskyldan, sem eftir dísilsvindlið hefur gefið upp að áherslan verði lögð á bíla sem ganga fyrir rafmagni eingöngu eða að hluta.Fiat Chrysler á lokametrunum Fiat Chrysler fyrirtækið er eitt þeirra bílafyrirtækja sem litla áherslu hefur lagt á þróun rafmagnsbíla og þróunarkostnaður fyrirtækisins í nýjungum í bíla sína almennt er einstaklega lágur, eða 1.026 dollarar á hvern seldan bíl á meðan Tesla leggur 24.783 dollara í þróunarkostnað fyrir hvern bíl sem það selur. Á endanum mun þessi þróunarkostnaður borga sig því kaupendur munu snúa baki við þeim framleiðendum sem ekki bjóða nýjustu og bestu tækni og umhverfisvæna bíla. Svo virðist sem Fiat Chrysler sé að nýta sér stöðuna nú með lágu bensínverði og ætli að mjólka sem mest fé á meðan. Ekki er þó víst að viðvarandi lágt verð á eldsneyti munu duga fyrirtækinu þar sem bílar þeirra úreldast hratt hvað tækni varðar á meðan svo litlu fé er varið í þróun þeirra.Hleðslustöðvanet og betri rafhlöður lykilþættir Uppbygging hleðslustöðvanets er ef til vill hinn mest ráðandi þáttur í framtíð rafmagnsbíla, sem og betri rafhlöður og langdrægari. Tesla hefur þegar sett upp 597 hraðhleðslustöðvar í Bandaríkjunum með 480 volta spennu sem tryggir hraða hleðslu. Porsche hefur hug á því að setja upp 800 volta hraðhleðslustöðvar vegna hins nýja Mission E rafmagnsbíls síns og annarra framtíðar rafmagnsbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar og það gæti ráðið baggamuninn hvað kaup fólks varðar á rafmagnsbílum frá þeim. Ný gerð rafhlaða sem tryggir mun meiri drægni í bílum mun einnig geta ráðið miklu um það hve hratt rafmangsbílar munu ryðjast inná markaðinn og þegar þeir verða flestir komnir með um og yfir 500 km drægni er fátt því til trafala að fólk kaupi sér fremur slíka bíla en með brunavél.Risa rafhlöðuverksmiðja Tesla brátt úrelt? Bent hefur verið á að ný lithium-ion rafhlöðurisaverksmiðja Tesla verði brátt úrelt vegna tilkomu nýrrar og betri tækni við framleiðslu þeirra. Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla hefur þó bent á að breyta megi þessari verksmiðju til framleiðslu á nýrri gerð rafhlaða og að það muni ekki stöðva fyrirtækið í að framleiða rafmagnsbíla með bestu hugsanlegu tækni. Fullyrt hefur verið að ný gerð rafhlaða geti þrefaldað drægni rafmagnsbíla og þegar þeir verða komnir með allt að 1.000 km drægni og kosti svipað og bílar með brunavélar þá séu hætt við að fáir kjósi sér hefðbundna bíla og þá stendur fátt eftir fyrir þá bílaframleiðendur sem ekki bjóða rafmagnsbíla. Þetta ástand gæti því orðið líkt og gerðist hjá Kodak þegar stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar, hvað gerðist fyrir VHS þegar DVD kom til sögunnar og hvað gerðist fyrir spaðamótora í flugvélar þegar þotuhreyfillinn kom til sögunnar. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent
Þrátt fyrir að bensínverð sé lágt og hjálpi þeim bílaframleiðendum í bili sem ekki hafa lagt mikla áherslu á rafmagnsdrifrás í bíla sína, spá margir að þeir verði undir með tímanum. Þróunin í átt að rafdrifnum bílum er þegar komin nokkuð vel á veg en bílaframleiðendur hafa lagt mismikla áherslu á rafmagnsbíla. Ef til vill er skýrasta dæmið um framsækið fyrirtæki sem ætlar ekki að missa af lestinni Porsche, sem og reyndar stóra Volkswagen bílafjölskyldan, sem eftir dísilsvindlið hefur gefið upp að áherslan verði lögð á bíla sem ganga fyrir rafmagni eingöngu eða að hluta.Fiat Chrysler á lokametrunum Fiat Chrysler fyrirtækið er eitt þeirra bílafyrirtækja sem litla áherslu hefur lagt á þróun rafmagnsbíla og þróunarkostnaður fyrirtækisins í nýjungum í bíla sína almennt er einstaklega lágur, eða 1.026 dollarar á hvern seldan bíl á meðan Tesla leggur 24.783 dollara í þróunarkostnað fyrir hvern bíl sem það selur. Á endanum mun þessi þróunarkostnaður borga sig því kaupendur munu snúa baki við þeim framleiðendum sem ekki bjóða nýjustu og bestu tækni og umhverfisvæna bíla. Svo virðist sem Fiat Chrysler sé að nýta sér stöðuna nú með lágu bensínverði og ætli að mjólka sem mest fé á meðan. Ekki er þó víst að viðvarandi lágt verð á eldsneyti munu duga fyrirtækinu þar sem bílar þeirra úreldast hratt hvað tækni varðar á meðan svo litlu fé er varið í þróun þeirra.Hleðslustöðvanet og betri rafhlöður lykilþættir Uppbygging hleðslustöðvanets er ef til vill hinn mest ráðandi þáttur í framtíð rafmagnsbíla, sem og betri rafhlöður og langdrægari. Tesla hefur þegar sett upp 597 hraðhleðslustöðvar í Bandaríkjunum með 480 volta spennu sem tryggir hraða hleðslu. Porsche hefur hug á því að setja upp 800 volta hraðhleðslustöðvar vegna hins nýja Mission E rafmagnsbíls síns og annarra framtíðar rafmagnsbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar og það gæti ráðið baggamuninn hvað kaup fólks varðar á rafmagnsbílum frá þeim. Ný gerð rafhlaða sem tryggir mun meiri drægni í bílum mun einnig geta ráðið miklu um það hve hratt rafmangsbílar munu ryðjast inná markaðinn og þegar þeir verða flestir komnir með um og yfir 500 km drægni er fátt því til trafala að fólk kaupi sér fremur slíka bíla en með brunavél.Risa rafhlöðuverksmiðja Tesla brátt úrelt? Bent hefur verið á að ný lithium-ion rafhlöðurisaverksmiðja Tesla verði brátt úrelt vegna tilkomu nýrrar og betri tækni við framleiðslu þeirra. Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla hefur þó bent á að breyta megi þessari verksmiðju til framleiðslu á nýrri gerð rafhlaða og að það muni ekki stöðva fyrirtækið í að framleiða rafmagnsbíla með bestu hugsanlegu tækni. Fullyrt hefur verið að ný gerð rafhlaða geti þrefaldað drægni rafmagnsbíla og þegar þeir verða komnir með allt að 1.000 km drægni og kosti svipað og bílar með brunavélar þá séu hætt við að fáir kjósi sér hefðbundna bíla og þá stendur fátt eftir fyrir þá bílaframleiðendur sem ekki bjóða rafmagnsbíla. Þetta ástand gæti því orðið líkt og gerðist hjá Kodak þegar stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar, hvað gerðist fyrir VHS þegar DVD kom til sögunnar og hvað gerðist fyrir spaðamótora í flugvélar þegar þotuhreyfillinn kom til sögunnar.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent