Fótbolti

Fjórir Íslendingar komu við sögu í tapi Viking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði er á leið til Kaiserslautern.
Jón Daði er á leið til Kaiserslautern. vísir/getty
Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði 3-1 fyrir Tromsö á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Viking, sem er í 5. sæti deildarinnar með 47 stig, komst yfir með marki hins 18 ára gamla Nígeríumanns Suleiman Abdullahi á 15 mínútna leik en Runar Espejord jafnaði metin fyrir Tromsö á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, varð fyrir því óláni að setja boltanum í eigið mark á 71. mínútu og 11 mínútum síðar kláraði Espejord leikinn með sínu öðru marki.

Indriði og Jón Daði Böðvarsson léku báðir allan leikinn fyrir Viking en Steinþór Freyr Þorsteinsson var tekinn af velli eftir 80 mínútur. Þá kom Björn Daníel Sverrisson inn á sem varamaður á 67. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×