Viðskipti erlent

Sala á iPhone hefst 29. júní

Steven Jobs og félagar hans hjá Apple hafa ákveðið að hefja sölu á iPhone símtækinu þann 29. júní í Bandaríkjunum.

Þrjár sjónvarpsauglýsingar hófu kynningarherferðina í gær. Mikið var gert úr þeim eiginleikum símans að vera með snertiskjá, spila vídeó, spila tónlist og sýna ljósmyndir.

Búið er að staðfesta dagsetninguna í Bandaríkjunum af talsmönnum Apple. Síminn mun einnig verða fáanlegur í Evrópu og Japan en engar dagsetningar hafa verið tilkynntar fyrir þau svæði.

iPhone mun kosta 500 - 600 dollara eftir því hve mikið minni símtækið hefur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×