Alþingi

Fréttamynd

Þurfandi mætt með aðstoð og leik

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin tekin til starfa

Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna og tengda atburði hefur tekið til starfa. Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu sem nefndin hélt í dag kom fram að nefndin hefur þegar fundað með fulltrúum í fjármálalífinu á borð við skilanefndir bankanna, forsvarsmenn Kauphallar, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti.

Innlent
Fréttamynd

Lækkuðu skatta um 22 milljarða króna

Alþingi lauk störfum fyrir jól um klukkan sjö í gærkvöldi með afgreiðslu laga um virðisaukaskatt á matvæli, sem lækkar ýmist úr 24,5 prósentum eða 14 prósentum í 7 prósent í mars á næsta ári. Þessi lækkun og skattalagabreytingar sem taka gildi um áramótin, svo sem lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig, lækka skatta á landsmenn um samanlagt tuttugu og tvo milljarða króna. Alþingi afgreiddi einnig með hraði í gær lög um fjármál stjórnmálaflokkannna.

Innlent
Fréttamynd

SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka

Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um horfur í efnahagslífinu

Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu.

Innlent
Fréttamynd

Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is.

Innlent
Fréttamynd

Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga

Innlent
Fréttamynd

Stóriðjustefna eða ekki?

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins

Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla þarf um skýrslu FÍB

Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra

Það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Þetta kemur m.a. fram í yfirlýsingu sem ríkisskattstjóri sendi frá sér vegna ummæla Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur annar milljarður í nefndir

Nefndir ráðuneytanna kostuðu ríkissjóð nær einn og hálfan milljarð króna á síðasta ári. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Taka við Keflavíkurflugvelli 1. júlí

Íslendingar taka við rekstri Keflavíkurflugvallar 1. júlí næstkomandi. Lög í þessa veru voru samþykkt frá Alþingi í gærkvöldi. Það var þó ekki hægt fyrr en þingmenn voru þrisvar búnir að greiða atkvæði með afbrigðum svo hægt væri að flýta afgreiðslu frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar

Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu þingfundir fyrir kosningar

Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir missa allar vaxtabætur sínar

Margir eiga eftir að fá óvæntan fjárhagslegan skell þegar álagningarseðlarnir berast í sumar, því þúsundir heimila munu missa allar vaxtabætur vegna hækkunar húsnæðisverðs. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að laun verkafólks lækki

Laun verkafólks geta versnað til muna ef lagafrumvarp um frjálsa för austur-evrópskra launamanna verður að lögum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþingi tekur frumvarpið fyrir á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gætu byrjað á tvöföldun á Kjalarnesi

Samgönguráðherra telur koma til greina að byrja framkvæmdir vegna lagningar Sundabrautar á Kjalarnesi. Þannig megi losa Sundabrautina úr gíslingu borgarstjórnar Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Forseta líkt við einræðisherra

Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Deildu um bensínálögur

Stjórnarandstæðingar á þingi kröfðust þess í morgun að stjórnvöld lækkuðu álögur á eldsneyti til að draga úr efnahagslegum áhrifum verðhækkana á bensíni. Stjórnarliðar gáfu hins vegar lítið fyrir slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sleppa skatti af sjúkrastyrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar 260 milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Innlent