Stóra fíkniefnamálið 2024

Fréttamynd

Þvert nei á línuna kom sak­sóknara í opna skjöldu

Allir sakborningar í stóru fíkniefnamáli þar sem kókaín var flutt í pottum sem farþegar höfðu með sér í skemmtiferðaskipi neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Það kom saksóknara og dómara í málinu í opna skjöldu að allir neituðu sök.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi

Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sak­­borningur í potta­málinu grunaður um til­raun til manndráps

Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Efnin í skemmti­ferða­skipinu falin í eldhúspottum

Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum.

Innlent