Sport

Abra­ham vill snúa aftur til Eng­lands og Roma vill festa kaup á Lukaku

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Abraham og Lukaku náðu bara nokkrum leikjum saman undir lok tímabils.
Abraham og Lukaku náðu bara nokkrum leikjum saman undir lok tímabils. Matteo Ciambelli / Defodi Images via Getty Images

Enski framherjinn Tammy Abraham er talinn vilja snúa aftur til heimalandsins í sumar. Lið hans Roma vill losna við hann til að fjármagna kaup á Romelu Lukaku. 

Telegraph greindi fyrst frá. West Ham, Tottenham og Aston Villa eru nefnd sem líklegur áfangastaður Abraham sem er nýsnúinn til baka eftir að hafa slitið krossband í lokaleik 2022 – 23 tímabilsins.

Abraham kemur úr akademíustarfi Chelsea, árin 2016 – 19 var hann á láni hjá Bristol City, Swansea og að lokum Aston Villa þar sem hann sló í gegn og skoraði 26 mörk í 40 leikjum áður en hann sneri aftur til Chelsea í tvö tímabil.

2021 fluttist hann til Ítalíu og átti frábært fyrsta tímabil með Roma þar sem hann skoraði 27 mörk. Þar á eftir skoraði hann aðeins 9 mörk og missti svo af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðslanna.

Gangi kaup Dan Friedkin á Everton eftir er aldrei að vita nema Abraham endi þar. 

Annars er Abraham er talinn falur fyrir 20 milljónir punda og Roma vill endilega losna við hann til að festa kaup á Romelu Lukaku frá Chelsea fyrir 37 milljónir punda.

Önnur félög utan Englands hafa fylgst með honum en hann hefur einungis áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×