Kauphöllin

Fréttamynd

Er­lendur sjóður fjár­festi í Al­vot­ech fyrir meira en tvo milljarða

Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.

Innherji
Fréttamynd

Heiðar byggir upp stöðu í smá­sölurisanum Festi

Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga.

Innherji
Fréttamynd

Er­lendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hlut­hafa Heima

Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum.

Innherji
Fréttamynd

Play ætti að geta hækk­að verð

Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði.

Innherji
Fréttamynd

SKEL eignast um þriðjungs­hlut í tansanísku námu­fé­lagi

Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Gengi bréfa Al­vot­ech rýkur upp með inn­komu er­lendra sjóða­stýringar­risa

Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag.

Innherji
Fréttamynd

Náð um tuttugu prósenta hlut­deild ör­fáum vikum eftir að salan hófst

Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Vaxt­­a­l­ækk­­an­­ir er­lend­is end­­ur­­speg­l­ast ekki í geng­­i Icel­and­a­ir

Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Reglu­verk hamlar fjár­festingu í inn­viðum sem dregur niður eignaverð

Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Reyna að nýju að koma á kaup­réttar­kerfi eftir and­stöðu frá Gildi

Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað.

Innherji
Fréttamynd

Stór banka­fjár­festir kallar eftir „frekari hag­ræðingu“ á fjár­mála­markaði

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.

Innherji
Fréttamynd

Stórt skref stigið í yfir­töku JBT á Marel

Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Komin í hóp full­orðnu fé­laganna“

Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varar Seðla­bankann við því að endur­taka fyrri mis­tök með hávaxta­stefnu sinni

Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.

Innherji
Fréttamynd

Play mætt á aðalmarkað Kauphallar

Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair flutti ellefu prósent færri ferða­menn til landsins í júlí

Þrátt fyrir að Icelandair hafi flutt metfjölda farþega í júlí, umsvifamesti mánuður félagsins að jafnaði á hverju ári, vegna aukningar í tengifarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna þá var áfram samdráttur í ferðum til Íslands en sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjurnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur ferðamönnum sem komu til landsins með Icelandair fækkað um ríflega níutíu þúsund á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Play í Kaup­höllina

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sviptingar á markaði ættu ekki að koma á ó­vart í ó­vissu efna­hags­á­standi

Heldur mikil bjartsýni hefur verið um nokkurt skeið í sýn margra á efnahagsástandið hér á landi, að mati hlutabréfagreinanda, sem segir að það „viti ekki á gott“ þegar ríkissjóður sé rekinn með viðvarandi halla og laun hækki stöðugt umfram framleiðni, og því eigi sviptingar á hlutabréfamarkaði ekki að koma á óvart. Við þessar aðstæður séu fjárfestar að leita í öryggið en miðað við nýjustu verðmatsgreiningar eru skráð félög hins vegar að meðaltali vanmetinn um meira en 40 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Telur „alls ekki“ að flug­far­gjöld Play á heima­markaðinum séu ó­sjálf­bær

Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Marel lækkar enn af­komu­spána vegna ó­vissu og krefjandi rekstrar­um­hverfis

Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Um­svifa­mikill verk­taki byggir upp stöðu í Icelandair

Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn er að átta sig á því að verð­bólgan sé eins og „slæm tann­pína“

Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.

Innherji
Fréttamynd

Greinendur vænta þess að af­koma bank­­anna hald­i á­fram að versna

Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum.

Innherji
Fréttamynd

Fá tíu ár til að selj­a hlut sinn í græn­lensk­um út­gerð­um

Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Tveir af stærstu hlut­höfunum seldu í Ís­lands­banka fyrir vel á annan milljarð

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.

Innherji
Fréttamynd

Kostn­að­ar­að­hald Heim­a er til „fyr­ir­mynd­ar“

Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu einka­fjár­festarnir selja sig út úr Festi fyrir nærri þrjá milljarða

Tveir umsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, hafa losað um allan eignarhlut sinn í smásölufyrirtækinu fyrir samtals nálægt þrjá milljarð króna. Salan kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að stórir lífeyrissjóðir beittu sér gegn því að fulltrúi einkafjárfestanna færi í stjórn fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Hag­fræð­ing­ur Kviku hef­ur „ekki ver­u­leg­ar á­hyggj­ur“ af auk­inn­i út­gáf­u rík­is­bréf­a

Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg.

Innherji