Bílar

Brimborg frumsýnir tvo Volvo bíla

Finnur Thorlacius skrifar
Volvo V60 Cross Country.
Volvo V60 Cross Country. Volvo
Nýir Volvo S60 Cross Country og Volvo V60 Cross Country verða frumsýndir laugardaginn 31. október í sýningarsal Volvo hjá Brimborg, Bíldshöfða 6, milli kl. 12 og 16.

S60 Cross Country og V60 Cross Country eru sterkbyggðir og fágaðir. Þeir sameina kosti fólksbíla og jeppa með því að taka það besta frá báðum. Þeir geta tekist á við erfiða vegi en búa þó enn yfir kvikum aksturseiginleikum fólksbíla. Veghæðin er heilir 20 cm og dekkin eru stór, eða 18 tommu. Á S60 Cross Country og V60 Cross Country eru allir vegir færir í öllum veðrum. Um er að ræða frábæra valkosti fyrir unnendur hönnunar, náttúru og ævintýra.

Volvo V60 Cross Country

V60 Cross Country er glæsilegur station bíll. Hann er ríkulega búinn staðalbúnaði eins og vélarhitara með tímastilli, tölvustýrðri loftkælingu (ECC), Volvo High Performance hljómtækjum, Bluetooth GSM símkerfi og hinu margverðlaunaða öryggiskerfi Borgaröryggi (City Safety). Á bílnum eru glæsilegir Cross Country þakbogar, sílsalistar, vindkljúfasett og hann kemur á voldugum 18 tommu Neso álfelgum. Hann er fáanlegur frá 6.190.000 kr. Hægt er að velja um tvær útfærslur: Momentum eða Inscription.



Volvo S60 Cross Country



S60 Cross Country er í grunninn eins og V60 Cross Country, nema fjögurra dyra. Hann er fáanlegur í Inscription útfærslu á verði frá 6.260.000 kr. Meðal staðalbúnaðar er leðurinnrétting, TFT digital skjár í mælaborði, rafdrifið ökumannssæti með minni, krómlisti á framstuðara, armpúði milli aftursæta með glasahöldurum, vélarhitari með tímastilli, tölvustýrð loftkæling (ECC), Volvo High Performance hljómtæki, Bluetooth GSM símkerfi og hið margverðlaunaða öryggiskerfi Borgaröryggi (City Safety). Á bílnum eru glæsilegir Cross Country sílsalistar, vindkljúfasett og hann kemur á 18 tommu Neso álfelgum.



Sparneytin Drive-E dísilvél



Volvo leggur mikið upp úr því að bjóða bíla sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Volvo Drive-E vélarnar eru sparneytnar og losa lítið af koltvísýringi. Þær gefa þó ekkert eftir þegar kemur að framúrskarandi akstursupplifun. Volvo S60 Cross Country og V60 Cross Country eru knúnir sparneytinni en aflmikilli tveggja lítra Drive-E dísilvél sem skilar 190 hestöflum. Eldsneytisnotkun (beinskiptur/sjálfskiptur) í blönduðum akstri er 4,2/4,6 l/100 km og koltvísýringslosun er 111/120 g/km. Báðir bílarnir eru fáanlegur fjórhjóladrifnir (AWD) með 2,4 lítra dísilvél.

Volvo S60 Cross Country.





×