Bílar

30.000 fyrirframpantanir á Opel Astra

Finnur Thorlacius skrifar
Forstjóri Opel í Þýskalandi, Dr. Karl-Thomas Neumann, sagði við frumsýninguna að tilkoma Astra væri risastökk í millistærðarflokki bíla.
Forstjóri Opel í Þýskalandi, Dr. Karl-Thomas Neumann, sagði við frumsýninguna að tilkoma Astra væri risastökk í millistærðarflokki bíla.
Framlag  Opel á bílasýningunni í Frankfurt hefur vakið mikla athygli með frumsýningu á 11. kynslóð Opel Astra. Mikill metnaður liggur að baki þessu verkefni, enda er bílgerðinni ætlað að skrifa nýjan kafla í sögu Opel á heimsvísu.

“Við áttum sannarlega von á góðu, en þetta toppar allt,” sagði Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, í viðtali að lokinni afhjúpun Astra á sýningunni. „Nú þegar hafa um 30 þúsund pantanir borist þó að opinber markaðssetning nýs Astra sé ekki fyrr en 10. október“.

Astra er hlaðinn eftirsóknarverðum nýjungum sem margar hverjar hafa verið einskorðaðar við lúxusbíla. Hér vekja mesta athygli ný sæti með nuddi, hitakerfi og loftræstingu, sem þróuð hafa verið af tæknimönnum Opel sem og Opel On-Star upplýsingakerfið sem setur ný viðmið í bílaheiminum.

Einnig má nefna nýtt háþróað LED matrix framljósakerfi sem hingað til hefur aðeins verið fáanlegt í dýrustu lúxusbílum á markaðnum. Ný Astra verður fáanlegur hjá Bílabúð Benna fljótlega eftir áramót.




Framlag  Opel á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt hefur vakið mikla athygli með frumsýningunni á elleftu kynslóðinni af Opel Astra. Mikill metnaður liggur að baki þessu verkefni, enda er bílgerðinni ætlað að skrifa nýjan kafla í sögu Opel á heimsvísu. „Við áttum sannarlega von á góðu, en þetta toppar allt,” sagði Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, í viðtali að lokinni afhjúpun Astra á sýningunni. „Nú þegar hafa um 30 þúsund pantanir borist þó að opinber markaðssetning nýs Astra sé ekki fyrr en 10. október“. Astra er hlaðinn eftirsóknarverðum nýjungum sem margar hverjar hafa verið einskorðaðar við lúxusbíla. Hér vekja mesta athygli ný sæti með nuddi, hitakerfi og loftræstingu, sem þróuð hafa verið af tæknimönnum Opel sem og Opel On-Star upplýsingakerfið sem setur ný viðmið í bílaheiminum. Þá má nefna nýtt háþróað LED matrix framljósakerfi sem hingað til hefur aðeins verið fáanlegt í dýrustu lúxusbílum á markaðnum. Ný Astra verður fáanlegur hjá Bílabúð Benna fljótlega eftir áramót.






×