Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Bodo Glimt vs AS Roma epa09876681 Roma's coach Jose Mourinho (L), Roma's Nicola Zalewski (C) and Bodo Glimt's coach Kjetil Knutsen (R) during the UEFA Conference League quarter final, first leg soccer match between Bodo Glimt and AS Roma at Aspmyra stadium in Bodo, norway, 07 April 2022. EPA-EFE/Mats Torbergsen NORWAY OUT Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband. Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu. Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu.
Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn