Innlent

Fréttamynd

„Dýr­lingurinn“ tekinn úr um­ferð en keyrir enn

Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílsstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd

Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar.

Innlent
Fréttamynd

Við­kvæm gögn tengd stjórn­mála­flokki séu á símanum

Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni og notað til þess síma sinn vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið eftir við­tal við borgar­stjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024.

Innlent
Fréttamynd

Mínútuþögn á Menningar­nótt

Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun.  Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. 

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær tekur aftur upp sam­ræmd próf

Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

„Það er engin sleggja“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land frum­stætt saman­borið við Noreg

Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kinn­hestur frá Ingvari E. Sigurðs­syni í til­efni af nýjum bjór

Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent
Fréttamynd

Norskir kafarar og dular­fullur hraðbankaþjófnaður

Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent