Fótbolti

Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ousmane Dembélé á æfingu í dag.
Ousmane Dembélé á æfingu í dag. getty/Aurelien Meunier

Ousmane Dembélé, framherji Paris Saint-Germain, er búinn að jafna sig á meiðslum aftan í læri og er klár í bátana fyrir seinni leikinn gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Dembélé skoraði eina markið í fyrri leiknum á Emirates en fór af velli um miðjan seinni hálfleik. Hann spilaði ekki með PSG gegn Strasbourg um helgina en æfði í gær.

„Hann hefur æft með okkur undanfarna tvo daga. Þú sást hann í dag. Þetta var venjuleg æfing fyrir hann. Hann verður klár á morgun,“ sagði Luis Enrique, knattspyrnustjóri PSG.

Dembélé er markahæsti leikmaður PSG á tímabilinu með 33 mörk í öllum keppnum. Hann kom til PSG frá Barcelona fyrir tveimur árum.

PSG hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í frönsku úrvalsdeildinni en er löngu orðið meistari.

Leikur PSG og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×