Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Í­búða­verð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum

Á fasteignamarkaði voru umsvif á fyrsta ársfjórðungi áþekk því sem þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur hækkað mikið síðustu tvö ár og merki eru um að fasteignamarkaði sé haldið uppi af efnameiri kaupendum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undir­verði

Hjónin Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, og Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, hafa fest kaup á glæsilegu húsi við Stórakur í Garðabæ. Kaupverðið var 370 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Eggert Gunn­þór og Elsa selja einbýlið

Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Ráðu­neytið ó­gilti lóða­út­hlutun fyrir milljarða

Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heillandi heimili Hönnu Stínu

Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur sett glæsilega og sjarmerandi íbúð á tveimur hæðum við Þingholtsstræti í Reykjavík á sölu. Eignin er í sögulegu steinsteyptu tvíbýlishúsi frá árinu 1927, hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Ásett verð er 179 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Koníakstofa á þakinu og stór­brotið út­sýni

Við Brekkugerði í Reykjavík stendur glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt

Fjölskylda í Hafnarfirði, sem svaf úti í garði um tíma og flutti svo úr húsi sínu vegna myglu, fær ekki krónu úr hendi seljenda. Kröfur þeirra voru ekki settar fram fyrr en tæpum fjórtán árum eftir kaupin og því var réttur þeirra til að bera ætlaða vanefnd fyrir sig talinn „löngu niður fallinn.“

Innlent
Fréttamynd

Sigga Heimis keypti ein­býli í Skerja­firði

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur fest kaup á einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði. Um er að ræða 170 fermetra hús sem byggt var árið 1987. Þegar húsið var auglýst til sölu var ásett verð 132,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fast­eigna­mati

Egill Ásbjarnarson, einn eigandi herrafataverslunarinnar Suitup Reykjavík, hefur fest kaup á 80 fermetra íbúð við Hallgerðargötu í Reykjavík. Fasteignamat eignarinnar er rúmar 79,5 milljónir króna, en Egill greiddi 74 milljónir fyrir hana.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Í­búðar­hús­næði sem heimili fólks

Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til rót­tækar breytingar á byggingaeftirliti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit. Gert er ráð fyrir því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Forstjóri segir núverandi ástand á byggingamarkaði óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Einar keypti 145 milljón króna þak­í­búð

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson hefur fest kaup á glæsilegri þakíbúð í nýju fimm hæða fjölbýlishúsi við Lautargötu í Urriðaholti. Hann greiddi samkvæmt heimildum fréttastofu 144,9 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Logi og Hall­veig keyptu hús í 101

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og sambýliskona hans Hallveig Hafstað Haraldsdóttir ráðgjafi hafa fest kaup á parhúsi við Hringbraut í Reykjavík. Parið greiddi 119,9 milljónir fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr og Árný keyptu ein­býli á 86 milljónir

Tónlistarfólkið og hjónin, Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, sem landsmenn þekkja vel úr Eurovision-hópnum Daða og gagnamagnið, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Borgarhraun í Hveragerði. Hjónin greiddi 86 milljónir króna fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Bíða með að selja í­búðir frekar en að lækka verðið

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur verið sorg­leg þróun“

Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum.

Innlent
Fréttamynd

Verð­miðinn hækkar á höll Antons

Verðmiðinn á einbýlishúsi við Haukanes 24 í Garðabæ heldur áfram að hækka. Um er að ræða glæsilegt hús sem enn er í byggingu og í eigu Antons Kristins Þórarinssonar. Ásett verð eignarinnar er 625 milljónir króna, en fasteignamat hennar er 407,4 milljónir. Þegar eignin var fyrst auglýst til sölu í janúar í fyrra var ásett verð 590 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Menningar­legt heimili með stór­brotnu út­sýni

Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Stærsti hlut­hafinn segir að leigufélagið Alma verði ekki selt inn í Eik

Langsamlega stærsti fjárfestirinn í Eik, sem er jafnframt eigandi að leigufélaginu Ölmu, segir að engin áform séu uppi um að Alma verði selt inn í hið skráða fasteignafélag. Þá hefur stjórnin ekki tekið neina ákvörðun um hvort Eik muni ráðast í útleigu á íbúðum en á nýlegum aðalfundi var samþykkt að tilgangur félagsins sé meðal annars að standa sjálft að uppbyggingu á slíku húsnæði.

Innherji