Fótbolti

Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og félagar eru komnir áfram í katarska bikarnum.
Aron Einar Gunnarsson og félagar eru komnir áfram í katarska bikarnum. Thekkayil/NurPhoto via Getty Images

Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Gharafa sem sigraði Al Khor, 2-1, í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar í Katar í dag.

Aron Einar lék í miðri vörn Al-Gharafa sem náði forystunni á 19. mínútu. Joselu, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, skoraði þá.

Heimamenn komust í 2-0 á 63. mínútu þegar Ahmed Al Ganehi kom boltanum í netið. Gestirnir minnkuðu muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en nær komust þeir ekki.

Leikurinn í dag var sá fyrsti sem Aron Einar spilar fyrir Al-Gharafa síðan 17. febrúar. Hann lék sex leiki með liðinu í Meistaradeild Asíu en á enn eftir að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Al-Gharafa.

Aron Einar samdi við Al-Gharafa í lok september í fyrra eftir stutt stopp hjá Þór á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×