Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur
Fréttamynd

Sante fer í hart við Heinemann

Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súpan með pappírnum innkölluð

Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni.

Neytendur
Fréttamynd

Kúgaðist og missti matar­lystina við að finna pappír í súpunni

Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun.

Neytendur
Fréttamynd

Kalt stríð sé í gangi á netinu

Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur

Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö fjöl­býlis­hús í stað bensín­stöðvar á Háa­leitis­braut

Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur.

Viðskipti innlent