Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. Lífið 22.5.2025 12:58
Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja. Lífið 22.5.2025 10:46
Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. Tónlist 21.5.2025 14:30
Kærleiksbomba frá GusGus „Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég. Tónlist 19. maí 2025 20:03
Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust. Lífið 19. maí 2025 11:23
Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags - a.m.k. fyrir yngri kynslóðina - kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með útöndun eins og gamalt gufuskip. Meira um það hér rétt á eftir. Gagnrýni 19. maí 2025 07:00
Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni. Lífið 18. maí 2025 11:17
Voru í sjötta sæti í undankeppninni Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína. Lífið 17. maí 2025 23:55
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. Lífið 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. Lífið 17. maí 2025 22:59
Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Úrslitakvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld þar sem Austurríki bar sigur úr býtum.VÆB-bræður fengu núll stig frá dómnefndum og enduðu næstneðstir. Vísir fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Lífið 17. maí 2025 17:02
Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með ein sigursælasta þjóð í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á. Lífið 17. maí 2025 07:02
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Lífið 16. maí 2025 23:12
Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. Tónlist 16. maí 2025 23:02
Baráttan um jólagestina hafin Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Lífið 16. maí 2025 21:03
Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Lífið 16. maí 2025 12:49
Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Tónlistarkonan og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún mun gefa út sína þriðju plötu, A Matter of Time, þann 22. ágúst næstkomandi. Platan kemur út á vínyl og í tengslum við útgáfuna birti hún myndband á TikTok þar sem hún dansar og syngur við lag Herra Hnetusmjörs, Elli Egils, á meðan hún áritar tugþúsundir eintaka. Lífið 16. maí 2025 12:12
Þessi tíu lög komust í úrslit Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. Lífið 15. maí 2025 17:36
VÆB bræður á forsíðu BBC Á forsíðu menningarvefs BBC má finna ljósmynd af VÆB-bræðrum ásamt dansara úr atriði þeirra. Lífið 15. maí 2025 16:46
Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Molly, dóttir Oasis-söngvarans Liams Gallagher, á von á barni með leikmanni Liverpool, Nathaniel Phillips. Enski boltinn 15. maí 2025 15:16
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. Lífið 15. maí 2025 12:02
Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar. Innlent 15. maí 2025 10:17
Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. Lífið 15. maí 2025 07:01
Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Lífið 14. maí 2025 21:09