Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Stuðningsmenn Vestra hafa fengið góðar fréttir fyrir úrslitaleik Mjólkurbikars karla því einn af lykilmönnum liðsins hefur framlengt samning sinn við það. Íslenski boltinn 21.8.2025 12:32
„Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Í síðasta þætti Stúkunnar velti Sigurbjörn Hreiðarsson því fyrir sér af hverju miðjumaður FH væri ekki að spila með uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki. Íslenski boltinn 21.8.2025 11:00
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 21.8.2025 09:30
Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Íslenski boltinn 19.8.2025 12:34
Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn 19.8.2025 08:33
Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti KR-ingar komu sér á ný úr fallsæti í Bestu deild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Fram í lokaleik 19. umferðar. Markið mikilvæga má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 19. ágúst 2025 07:30
Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Þjálfari KR var að vonum sáttur en samt með spurningar um liðið sitt eftir góðan sigur í kvöld. KR náði að vinna Fram á útivelli og var þetta fyrsti útisigur liðsins í sumar. Sigurinn lyfti Vesturbæingum upp í níunda sæti en leikar enduðu 0-1 og það var örlítið annar blær á KR-ingum í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2025 22:11
Júlíus: Ógeðslega sætt KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik. Fótbolti 18. ágúst 2025 21:31
Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 18:31
Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 14:45
Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 12:49
„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 12:33
Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 11:31
Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 10:30
„Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. Fótbolti 17. ágúst 2025 22:28
„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17. ágúst 2025 22:04
„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:46
Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:32
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:15
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Víkingur kom til baka eftir gríðarlegt svekkelsi í Kaupmannahöfn og batt þar að auki enda á fimm leikja hrinu sínu án deildarsigurs þegar liðið sótti þrjú stig í viðureign sinni við ÍA í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á ELKEM-vellinum á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 19:54
Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 19:45
Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 18:36
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 16:53
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Stjarnan tók á móti Vestra í 19. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ í dag. Heimamenn fóru með sigur af hólmi í hörkuleik sem endaði 2-1, og tryggðu sér þar með dýrmæt þrjú stig í efri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 16:30
Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir topplið Vals, 4-1, í 19. umferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 15:55
Aðlögunar krafist eftir U-beygju Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 09:00