Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Ætla ekki að segja það í þessu við­tali“

    „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik

    Þjálfari KR var að vonum sáttur en samt með spurningar um liðið sitt eftir góðan sigur í kvöld. KR náði að vinna Fram á útivelli og var þetta fyrsti útisigur liðsins í sumar. Sigurinn lyfti Vesturbæingum upp í níunda sæti en leikar enduðu 0-1 og það var örlítið annar blær á KR-ingum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Júlíus: Ó­geðs­lega sætt

    KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur

    KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“

    Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Kær­kominn sigur eftir þunga daga“

    Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“

    „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum

    Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins.

    Íslenski boltinn