Ísak fórnaði nefinu til að skora en höfuðið í lagi Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 07:29 Ísak Snær Þorvaldsson skall illa saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði en var engu að síður glaður eftir leik. Twitter/@RBKfotball „Það er allt þess virði fyrst við komumst áfram, þó að maður sé með skurð og brotið nef,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson sem nefbrotnaði en skoraði samt í fyrsta leik sínum fyrir Rosenborg í tæpa þrjá mánuði. Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira