Körfubolti

Stór­leikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Alba Berlin í kvöld en það dugði skammt
Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Alba Berlin í kvöld en það dugði skammt vísir/Getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru úr leik í 8-liða úrslitum þýska körfuboltans en liðið tapaði í kvöld gegn Ulm 93-84. Martin var stigahæstur í liði Alba með 20 stig.

Alba Berlín rétt skreið inn í úrslitakeppnina eftir brösótt gengi á tímabilinu en liðið náði sér ekki á strik í einvíginu gegn Ulm sem sópaði Berlínarbúunum að lokum út 3-0. 

Martin og félagar voru með bakið upp við vegg í kvöld og voru í ágætri stöðu framan af leik en Alba leiddi 62-67 fyrir fjórða leikhluta. Þá settu heimamenn í gírinn og skoruðu 31 stig gegn aðeins 17 stigum Alba og unnu leikinn að lokum 93-84 og einvígið 3-0 eins og áður sagði. 

Martin var stigahæstur í liði Alba í kvöld með 20 stig, og bætti við þremur stoðsendingum og tveimur fráköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×