Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 13:02 Sylvía Rún Hálfdánardóttir snýr aftur í slaginn í efstu deild en í þetta sinn með Ármanni. Ármann Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía. Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía.
Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira