Sport

Dag­skráin í dag: Risa­leikur á Kópa­vogs­velli, Knicks geta sent Celtics í sumar­frí og PGA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistararnir hafa byrjað Íslandsmótið vel.
Íslandsmeistararnir hafa byrjað Íslandsmótið vel. vísir/Diego

Það er frábær dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum líka frábærum föstudegi.

Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti bikarmeisturum Vals í sannkölluðum risaleik í Bestu deild kvenna í fótbolta. Útsending hefst klukkan 17.40.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00.00 er sjötti leikur einvígis New York Knicks og ríkjandi meistara Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá. Knicks leiða 3-2 og geta bókað sæti sitt í úrslitum austurhluta deildarinnar gegn Indiana Pacers með sigri.

Vodafone Sport

Klukkan 10.25 fer fyrsta æfingin fram fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1. Að þessu sinni er keppt á Imola-brautinni á Ítalíu. Klukkan 14.55 er önnur æfing dagsins á dagskrá.

Klukkan 17.00 heldur PGA-meistaramótið í golfi áfram. Um er að ræða dag tvö á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×