Fótbolti

Ronaldo langtekjuhæsti í­þrótta­maður heims

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cristiano Ronaldo þénar afar vel í Sádi-Arabíu. 
Cristiano Ronaldo þénar afar vel í Sádi-Arabíu.  Al Nassr FC/Al Nassr FC via Getty Images

Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry.

Ronaldo þénaði 275 milljónir dollara á tólf mánaða tímabili, 225 milljónir dollara fékk hann í laun frá félagi sínu Al-Nassr í Sádi-Arabíu og 50 milljónir dollara frá auglýsinga- og öðrum tekjum.

Steph Curry, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni, skipar annað sæti listans en er langt frá Ronaldo. Curry þénaði 156 milljónir dollara á tólf mánaða tímabili. Meirihlutinn, eða 100 milljónir, úr auglýsingatekjum.

Helsti erkifjandi Ronaldo, Lionel Messi, er í fimmta sæti listans með 135 milljónir þénaðar. Boxarinn Tyson Fury og ameríska fótboltastjarnan Dak Prescott eru í þriðja og fjórða sæti.

NFL með þrettán og NBA með sextán eiga lang flesta leikmenn á Forbes listanum. Fótboltinn kemur þar á eftir með átta leikmenn. Fimm golfarar skipa listann. Boxið og hafnaboltinn eiga þrjá fulltrúa hvor og formúlan á tvo. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×