Körfubolti

Frið­rik Ingi hættur með Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson tók við Hauka í lok síðasta árs.
Friðrik Ingi Rúnarsson tók við Hauka í lok síðasta árs. vísir/anton

Eftir að hafa stýrt karlaliði Hauka í körfubolta seinni hluta tímabilsins er Friðrik Ingi Rúnarsson hættur sem þjálfari þess.

Haukar greindu frá starfslokum Friðriks Inga á Facebook í dag. Þar segir að um sameiginlega niðurstöðu sé að ræða. Aðilar hafi sest niður eftir tímabilið en ekki séð framhaldið með sömu augum.

Friðrik Ingi tók við Haukum um áramótin. Liðið var þá í erfiðri stöðu og tókst ekki að bjarga sér frá falli úr Bónus deildinni. Haukar enduðu í tólfta og neðsta sæti hennar með átta stig.

Friðrik Ingi hóf tímabilið sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en hætti þar um miðjan desember. Hann er einn reyndasti, ef ekki reyndasti, þjálfari landsins og hefur komið víða við á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×