McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 20:59 Scott McTominay lét að sér kveða í kvöld. EPA-EFE/CIRO FUSCO Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins. Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira