Dagný skoraði og Chelsea á titilinn vísan Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 16:38 Dagný skoraði fyrir West Ham í dag. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag í 2-1 sigri liðsins á Leicester. Chelsea á meistaratitilinn vísan eftir mikilvægan sigur á Arsenal. Fyrir leikinn í dag var West Ham ennþá í smávægilegri fallbaráttu en Leicester gat minnkað muninn á milli liðanna niður í eitt stig með sigri. West Ham hafði ekki unnið sigur í deildinni síðan í lok janúar og tapað sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. West Ham náði forystunni í leiknum gegn Leicester í dag þegar Sophie Howard skoraði sjálfsmark. Á 60. mínútu fékk West Ham síðan víti eftir að boltinn fór í höndina á leikmanni Leicester. Dagný Brynjarsdóttir steig fram og skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, hennar ellefta mark á tímabilinu í öllum keppnum. YESS! DAGNY!!!!The skipper converts from the spot 0-2 (60) pic.twitter.com/ky0zP9yhAS— West Ham United Women (@westhamwomen) May 21, 2023 Í uppbótartíma fékk Ruby Mace leikmaður Leicester sitt annað gula spjald en skömmu síðar minnkaði Hanna Cain muninn fyrir heimaliðið úr vítaspyrnu. Leicester fékk eitt færi í lokin en skalli Cain fór framhjá og West Ham fagnaði því góðum sigri. West Ham er nú í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. Chelsea með níu fingur á titlinum Chelsea á meistaratitilinn vísan eftir 2-0 sigur á Arsenal í toppslag í dag. Liðið er með fimm stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar en United á leik til góða, nágrannaslag gegn Manchester City í kvöld. Með sigri í dag hefði Arsenal minnkað muninn á Chelsea niður í tvö stig og um leið gefið Manchester United tækifæri á að ná efsta sætinu með sigri gegn City. Svo fór hins vegar ekki. Guro Reiten og Magdalena Eriksson skoruðu mörk Chelsea í 2-0 heimasigri liðsins og liðið er nú komið með níu fingur á meistaratitilinn en Chelsea mætir botnliði Reading í lokaumferðinni. Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var West Ham ennþá í smávægilegri fallbaráttu en Leicester gat minnkað muninn á milli liðanna niður í eitt stig með sigri. West Ham hafði ekki unnið sigur í deildinni síðan í lok janúar og tapað sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. West Ham náði forystunni í leiknum gegn Leicester í dag þegar Sophie Howard skoraði sjálfsmark. Á 60. mínútu fékk West Ham síðan víti eftir að boltinn fór í höndina á leikmanni Leicester. Dagný Brynjarsdóttir steig fram og skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, hennar ellefta mark á tímabilinu í öllum keppnum. YESS! DAGNY!!!!The skipper converts from the spot 0-2 (60) pic.twitter.com/ky0zP9yhAS— West Ham United Women (@westhamwomen) May 21, 2023 Í uppbótartíma fékk Ruby Mace leikmaður Leicester sitt annað gula spjald en skömmu síðar minnkaði Hanna Cain muninn fyrir heimaliðið úr vítaspyrnu. Leicester fékk eitt færi í lokin en skalli Cain fór framhjá og West Ham fagnaði því góðum sigri. West Ham er nú í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. Chelsea með níu fingur á titlinum Chelsea á meistaratitilinn vísan eftir 2-0 sigur á Arsenal í toppslag í dag. Liðið er með fimm stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar en United á leik til góða, nágrannaslag gegn Manchester City í kvöld. Með sigri í dag hefði Arsenal minnkað muninn á Chelsea niður í tvö stig og um leið gefið Manchester United tækifæri á að ná efsta sætinu með sigri gegn City. Svo fór hins vegar ekki. Guro Reiten og Magdalena Eriksson skoruðu mörk Chelsea í 2-0 heimasigri liðsins og liðið er nú komið með níu fingur á meistaratitilinn en Chelsea mætir botnliði Reading í lokaumferðinni.
Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira