„Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. september 2022 21:31 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27