Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 18:00 Eljif Elmas fagnar marki sínu fyrir Napoli í gær. Getty/Paolo Rattini Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira