Leikmenn Lazio mæta allir í leikinn í kvöld í treyju með mynd af Önnu Frank Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 16:30 Anna Frank. Vísir/Getty Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira