Fótbolti

Katla gull­tryggði sigur Kristianstad gegn toppliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla Tryggvadóttir kom til Kristianstad frá Þrótti fyrir síðasta tímabil.
Katla Tryggvadóttir kom til Kristianstad frá Þrótti fyrir síðasta tímabil. vísir/hulda margrét

Íslensku landsliðskonurnar þrjár hjá Kristianstad komu allar við sögu þegar liðið vann topplið Hammarby, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Katla Tryggvadóttir skoraði seinna mark Kristianstad.

Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur Kristianstad unnið fjóra leiki í röð og er í 5. sæti deildarinnar með sextán stig.

Katla og Alexandra Jóhannsdóttir léku saman á miðjunni hjá Kristianstad og Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður þegar nítján mínútur voru eftir.

Katla skoraði annað mark Kristianstad á 85. mínútu. Það var þriðja deildarmark hennar á tímabilinu. Katla, sem er nýorðin tvítug, er fyrirliði Kristianstad.

Rosengård heldur áfram að hiksta í titilvörn sinni. Liðið tapaði fyrir Häcken á heimavelli í dag, 0-1. 

Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í miðri vörn Rosengård en Ísabella Sara Tryggvadóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Meistararnir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 6. sæti deildarinnar.

Fanney Inga Birkisdóttir sat á varamannabekknum hjá Häcken sem er í 2. sæti með átján stig, einu stigi á eftir Hammarby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×