Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 84-55 | Öruggur Keflavíkursigur í grannaslagnum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 1. febrúar 2017 21:15 Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira