Fótbolti

Bjartari tímar fram­undan á Old Traf­ford að sögn Amorim

Siggeir Ævarsson skrifar
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ávarpaði stuðningsmenn liðsins á Old Trafford eftir leik í dag
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ávarpaði stuðningsmenn liðsins á Old Trafford eftir leik í dag vísir/Getty

Rubin Amorim, stjóri Manchester United, ávarpaði stuðningsmenn liðsins á Old Trafford í dag eftir 2-0 sigur í síðasta leik tímabilsins.

„Fyrir sex mánuðum síðan, eftir þrjá fyrstu leikina undir minni stjórn með tvo sigra og eitt jafntefli, þá sagði ég við ykkur að það væri stormur í aðsigi. Í dag, eftir þetta hörmunga tímabil, vil ég segja við ykkur: Góðu dagarnir eru framundan.“

Uppskar Amorim dynjandi lófatak fyrir þessi orð en bætti svo við:

„Ef það er eitthvað lið í heiminum sem hefur sannað það í gegnum tíðina að það getur yfirstigið erfiðleika, hvaða hörmungar sem er, þá er það liðið okkar. Það er Manchester United.“

Það eru engar ýkjur hjá Amorim að tímabil Manchester United hafi verið hörmulegt en liðið endaði í 15. sæti með 42 stig og hefur liðið aldrei endað neðar síðan að ensku úrvalsdeildinni var komið á fót. Liðið hefur heldur aldrei fengið færri stig, skorað færri mörk, sótt færri sigra eða tapað jafn mörgum leikjum. 

Einn ljós punktur er þó að liðið fékk fleiri mörk á sig á síðasta tímabili eða 58 samanborið við 54 í ár. Sigur liðsins í dag á Aston Villa var fyrsti sigur þess í deildinni síðan 16. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×