Stál í stál í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. Fréttablaðið/Eyþór Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira