Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Guðmundur Steinarsson í Keflavík skrifar 7. janúar 2017 19:15 Það var hart barist á Sunnubrautinni í dag. Vísir/Daníel Þór Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira