Hanna: Sagði í viðtali þegar ég var sextán ára að ég ætlaði að toppa hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2016 06:00 Hanna Guðrún Stefánsdóttir fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í Stjörnuliðinu fyrr í vetur. Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira