Handbolti

Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ellefu mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ellefu mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag vísir/Getty

Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum með Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið tryggði sér svissneska meistaratitilinn í handbolta fjórða árið í röð.

Óðinn Þór skoraði alls ellefu mörk í leiknum í dag gegn BSV Bern, þar af sjö úr vítaköstum en lokatölur leiksins urðu 37-40 eftir framlengdan leik. Kadetten Schaffhausen vann úrslitaeinvígið 3-0.

Þetta er eins og áður sagði fjórði titill liðsins í röð og sá þriðji í röð sem Óðinn vinnur með félaginu síðan hann gekk til liðs við svissneska liðið frá KA 2022.

Fyrsti titill liðsins kom í hús 2005 og var þetta 15 titill liðsins síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×