Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 23-19 | Öruggur Stjörnusigur og staðan jöfn Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 24. apríl 2016 15:45 Stjörnuvörnin var sterk í dag. Vísir/Stefán Stjarnan jafnaði metin í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með öruggum 23-19 sigri í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Haukar unnu fyrsta leikinn á föstudaginn örugglega, 26-18, en það var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins í dag. Garðbæingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og gáfu strax tóninn með því að komast í 4-0. Haukar komust aldrei yfir í leiknum og aðeins einu sinni var staðan jöfn (4-4). Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-9, en Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði sex marka forskoti sem Haukum tókst ekki að vinna upp. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög öflugur og fyrir aftan vörnina var Florentina Stanciu vel með á nótunum. Landsliðsmarkvörðurinn átti ekki sinn besta leik á föstudaginn en Florentina var frábær í leiknum í dag og varði 21 skot, eða 53% þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Hauka var einhæfur en til marks um það skoraði útilínan 15 af 19 mörkum liðsins í dag. Þá náði Elín Jóna Þorsteinsdóttir sér ekki nógu vel á strik í markinu. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Tvö þeirra komu eftir hraðaupphlaup en alls skoruðu heimakonur fjögur hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Florentina byrjaði frábærlega í marki Stjörnunnar og það tók Hauka sex mínútur að finna leiðina framhjá henni. Eftir þessa kröftugu byrjun lentu Stjörnukonur í vandræðum í sókninni en liðið skoraði ekki í sex mínútur. Á meðan gerðu gestirnir fjögur mörk í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Þá var Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók leikhlé. Það bar árangur því Stjörnukonur skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og komust aftur fjórum mörkum yfir, 8-4. Stjarnan leiddi með 2-4 mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en vörn liðsins var mjög sterk og Florentina í góðum gír í markinu. Staðan í hálfleik var 12-9, Stjörnunni í vil og Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Og eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 18-11 og útlitið gott fyrir Stjörnukonur. Haukar voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni lengst af. Eins og áður sagði mæddi mikið á leikmönnunum fyrir utan, Ramune Pekarskyte, Mariu Ines De Silve Pereira og Karenu Helgu Díönudóttur. Boltinn gekk nánast aldrei út í hornin og línuspilið var fátæklegt. Maria og Karen gerðu sitt besta til að halda Haukum inni í leiknum í seinni hálfleik en alltaf þegar gestirnir virtust vera að nálgast heimakonur kom Florentina til bjargar. Haukar náðu aldrei að minnka muninn í meira en fjögur mörk í seinni hálfleik og Stjarnan sigldi sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk. Hornamennirnir Hanna G. Stefánsdóttir og Arna Dýrfjörð stóðu einnig fyrir sínu og skiluðu samtals sjö mörkum. Maria skoraði sjö mörk fyrir Hauka en tapaði boltanum fulloft. Karen og Ramune komu næstar með fjögur mörk hvor.Halldór Harri: Lið með marga markaskorara er heilbrigt lið Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur eftir öruggan sigur hans stelpna á Haukum í dag. Stjarnan tapaði fyrsta leiknum illa en spilaði miklu betur í dag og vann öruggan sigur. „Það var kraftur í okkur í dag. Vörnin var góð og Flora sömuleiðis og við fengum sjálfstraust við það. Við fengum líka svolítið af einföldum mörkum og mér fannst bara allt annar bragur á leik okkar,“ sagði Harri eftir leik. Stjörnukonur byrjuðu báða hálfleikina af krafti; skoruðu fjögur fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og fyrstu þrjú í þeim seinni. „Maður sá það í augunum á stelpunum að þær ætluðu að sýna sig í dag. Þær voru þreyttar á þessu tali um að við ættum ekki séns í Haukana og værum búnar að tapa stórt fyrir þeim hingað til í vetur,“ sagði Harri en hvað þurfa Stjörnukonur að gera til að ná að framkalla svona frammistöðu aftur í leik þrjú? „Stemmningin skapaði þetta svolítið í dag. Svo er auðvitað fullt sem við getum lagað. Mér fannst við t.d. ekki vera nógu ákveðnar í seinni bylgjunni í dag. „Mér finnst við eiga marga möguleika þar og við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við klúðruðum líka full mikið af dauðafærum í þessum leik.“ Markaskorið dreifðist vel hjá Stjörnunni í dag og mun betur en hjá Haukum. Harri var skiljanlega sáttur með það. „Lið sem er með marga markaskorara er heilbrigt lið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Óskar: Spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sóknarleik Hafnfirðinga gegn Stjörnunni í dag. „Við spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik, tókum slæmar ákvarðanir og slæm skot. Það fylgir því þegar þú ert að skjóta of snemma og nærð ekki að spila sóknirnar nægjanlega vel út,“ sagði Óskar. Útilínan hjá Haukum skoraði 15 af 19 mörkum liðsins í dag en horna- og línuspilið var í lamasessi. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur því við þurfum að spila betur upp á hornin og annað. Það er rétt, þetta var full einhæft í dag,“ sagði Óskar. Hans stelpur byrjuðu báða hálfleikina illa og voru fyrir mikið alltaf í eltingarleik. „Við erum að spila slakan sóknarleik og fyrir vikið skorum við ekki nóg. Stjarnan setti eitt og eitt, 23 mörk er ekkert hátt skor en við erum bara með 19 þannig að tölurnar tala ljúga ekki,“ sagði Óskar en hvað breytingar þarf hann að gera fyrir þriðja leikinn? „Við þurfum að bæta varnarleikinn pínkulítið, mér fannst við eilítið of passívar á köflum, og svo þurfum við að spila sóknirnar betur og vanda skotin.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með öruggum 23-19 sigri í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Haukar unnu fyrsta leikinn á föstudaginn örugglega, 26-18, en það var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins í dag. Garðbæingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og gáfu strax tóninn með því að komast í 4-0. Haukar komust aldrei yfir í leiknum og aðeins einu sinni var staðan jöfn (4-4). Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-9, en Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði sex marka forskoti sem Haukum tókst ekki að vinna upp. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög öflugur og fyrir aftan vörnina var Florentina Stanciu vel með á nótunum. Landsliðsmarkvörðurinn átti ekki sinn besta leik á föstudaginn en Florentina var frábær í leiknum í dag og varði 21 skot, eða 53% þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Hauka var einhæfur en til marks um það skoraði útilínan 15 af 19 mörkum liðsins í dag. Þá náði Elín Jóna Þorsteinsdóttir sér ekki nógu vel á strik í markinu. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Tvö þeirra komu eftir hraðaupphlaup en alls skoruðu heimakonur fjögur hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Florentina byrjaði frábærlega í marki Stjörnunnar og það tók Hauka sex mínútur að finna leiðina framhjá henni. Eftir þessa kröftugu byrjun lentu Stjörnukonur í vandræðum í sókninni en liðið skoraði ekki í sex mínútur. Á meðan gerðu gestirnir fjögur mörk í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Þá var Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók leikhlé. Það bar árangur því Stjörnukonur skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og komust aftur fjórum mörkum yfir, 8-4. Stjarnan leiddi með 2-4 mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en vörn liðsins var mjög sterk og Florentina í góðum gír í markinu. Staðan í hálfleik var 12-9, Stjörnunni í vil og Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Og eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 18-11 og útlitið gott fyrir Stjörnukonur. Haukar voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni lengst af. Eins og áður sagði mæddi mikið á leikmönnunum fyrir utan, Ramune Pekarskyte, Mariu Ines De Silve Pereira og Karenu Helgu Díönudóttur. Boltinn gekk nánast aldrei út í hornin og línuspilið var fátæklegt. Maria og Karen gerðu sitt besta til að halda Haukum inni í leiknum í seinni hálfleik en alltaf þegar gestirnir virtust vera að nálgast heimakonur kom Florentina til bjargar. Haukar náðu aldrei að minnka muninn í meira en fjögur mörk í seinni hálfleik og Stjarnan sigldi sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk. Hornamennirnir Hanna G. Stefánsdóttir og Arna Dýrfjörð stóðu einnig fyrir sínu og skiluðu samtals sjö mörkum. Maria skoraði sjö mörk fyrir Hauka en tapaði boltanum fulloft. Karen og Ramune komu næstar með fjögur mörk hvor.Halldór Harri: Lið með marga markaskorara er heilbrigt lið Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur eftir öruggan sigur hans stelpna á Haukum í dag. Stjarnan tapaði fyrsta leiknum illa en spilaði miklu betur í dag og vann öruggan sigur. „Það var kraftur í okkur í dag. Vörnin var góð og Flora sömuleiðis og við fengum sjálfstraust við það. Við fengum líka svolítið af einföldum mörkum og mér fannst bara allt annar bragur á leik okkar,“ sagði Harri eftir leik. Stjörnukonur byrjuðu báða hálfleikina af krafti; skoruðu fjögur fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og fyrstu þrjú í þeim seinni. „Maður sá það í augunum á stelpunum að þær ætluðu að sýna sig í dag. Þær voru þreyttar á þessu tali um að við ættum ekki séns í Haukana og værum búnar að tapa stórt fyrir þeim hingað til í vetur,“ sagði Harri en hvað þurfa Stjörnukonur að gera til að ná að framkalla svona frammistöðu aftur í leik þrjú? „Stemmningin skapaði þetta svolítið í dag. Svo er auðvitað fullt sem við getum lagað. Mér fannst við t.d. ekki vera nógu ákveðnar í seinni bylgjunni í dag. „Mér finnst við eiga marga möguleika þar og við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við klúðruðum líka full mikið af dauðafærum í þessum leik.“ Markaskorið dreifðist vel hjá Stjörnunni í dag og mun betur en hjá Haukum. Harri var skiljanlega sáttur með það. „Lið sem er með marga markaskorara er heilbrigt lið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Óskar: Spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sóknarleik Hafnfirðinga gegn Stjörnunni í dag. „Við spiluðum mjög illa ígrundaðan sóknarleik, tókum slæmar ákvarðanir og slæm skot. Það fylgir því þegar þú ert að skjóta of snemma og nærð ekki að spila sóknirnar nægjanlega vel út,“ sagði Óskar. Útilínan hjá Haukum skoraði 15 af 19 mörkum liðsins í dag en horna- og línuspilið var í lamasessi. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur því við þurfum að spila betur upp á hornin og annað. Það er rétt, þetta var full einhæft í dag,“ sagði Óskar. Hans stelpur byrjuðu báða hálfleikina illa og voru fyrir mikið alltaf í eltingarleik. „Við erum að spila slakan sóknarleik og fyrir vikið skorum við ekki nóg. Stjarnan setti eitt og eitt, 23 mörk er ekkert hátt skor en við erum bara með 19 þannig að tölurnar tala ljúga ekki,“ sagði Óskar en hvað breytingar þarf hann að gera fyrir þriðja leikinn? „Við þurfum að bæta varnarleikinn pínkulítið, mér fannst við eilítið of passívar á köflum, og svo þurfum við að spila sóknirnar betur og vanda skotin.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira