Verð betri móðir ef ég get fengið útrás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Frábær frammistaða. Kristín Guðmunsdóttir skoraði 16 af 26 mörkum Vals í sigri á liði Fram sem hafði ekki tapað á heimavelli í vetur. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira