Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 00:01 Vera Lopes er í stóru hlutverki í liði ÍBV. vísir/valli Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira