Kári: Stormur í svokölluðu vatnsglasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 14:00 Kári Garðarsson vísir/valli Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira