Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Anett Köbli fagnar Lovísu Thompson en 22ja ára aldursmunur er á þeim. vísir/valli Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44