Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 17-27 | Stjarnan rúllaði yfir Val í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. febrúar 2015 14:10 Vísir Stjarnan varð fyrsta liðið á árinu 2015 til þess að vinna Valsstúlkur, en Stjarnan vann rimmu liðanna í spennandi leik í Vodafone-höllinni í dag. Mest munaði um góða innkomu Nataly Sæunn Valencia í síðari hálfleikinn, auk þess sem Stjörnustúlkur spiluðu miklu, miklu betri sóknarleik. Stjörnustúlkur leiddu með einu marki í hálfleik, en sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Seiglan í Stjörnuliðinu skilaði sigrinum að endingu. Þær byrjuðu að spila agaðari sóknarleik og þannig jókst munurinn hægt og bítandi. Lokatölur 17-27. Valsstúlkur skoruðu fyrstu markið og leikurinn var jafn og spennandi fyrstu tíu mínútur leiksins. Síðan gáfu gestirnir úr Garðarbæ aðeins í og náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það gekk ekki né rak í sóknarleik Vals á kafla í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark á fjórðu mínútu, en það næsta kom ekki fyrr en á þeirri fimmtándu. Sem betur fer fyrir þær spiluðu þær vörnina vel svo munurinn varð ekki meiri. Tvö mörk frá Val undir lok fyrri hálfleiks settu þær í fína stöðu, því þær voru ekki nema einu marki undir í hálfleik, 11-10. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Bæði lið spiluðu góða vörn, en sóknarleikurinn hefur verið betri. Stjarnan spilaði þó ívið betri sóknarleik og Nataly Sæunn Valencia kom öflug inn í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Þegar stundarfjórðungur var eftir höfðu Valsstúlkur einungis skorað þrjú mörk gegn ellefu mörkum Stjörnunnar og munurinn var orðinn níu mörk, 13-22. Þá var leik lokið. Lokatölur urðu svo 17-27. Varnarleikur og markvarsla var aðalmerki leiksins í dag. Markverðirnir vörðu báðir vel, en sóknarleikur beggja liða í fyrri hálfleik og Vals í síðari hálfleik verður ekki sýndur á neinu kennslumyndbandi á næstunni að minnsta kosti. Tæknifeilarnir voru fjölmargir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og liðin nýttu sín færi illa, en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Nataly Sæunn Valencia átti virkilega góðan leik fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sex mörk og fiskaði eitt víti. Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk og þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu svo fjögur mörk. Liðssigur hjá Stjörnunni. Florentina var öflug í markinu sem fyrr. Aðalheiður Hreinsdóttir stóð uppúr hjá Val, en hún skoraði fimm. Næst kom Kristín Guðmundsdóttir með fjögur. Berglind Íris Hansdóttir varði vel í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim síðari. Lea Jerman átti þó flotta innkomu í markið.Sólveig Lára: Bjóst við meiri mótspyrnu „Við áttum frekar slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks, en mér fannst við halda dampi allan síðari hálfleikinn,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, hornamaður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Þetta rann bara auðveldlega í gegn. Við vorum að spila frábæra vörn og með Florentinu í stuði. Sóknarleikurinn var flottur í síðari hálfleik, ólíkt þeim fyrri.” Sólveig Lára var sammála undirrituðum að það hafi verið mikill munur á sóknarleik Stjörnunnar í fyrri og síðari hálfleik. „Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í síðari hluta fyrri hálfleiks. Mér fannst við minnka það í síðari hálfleik og vorum þolinmóðari. Þá koma betri færi.” „Þetta var mun auðveldara en ég átti von á. Þær eru með frábært lið og hafa verið á góðu “runni”. Ég bjóst við meiri mótspyrnu, en mér fannst við einnig virkilega flottar,” sem fór beint í klisjubókina þegar spurt var út í hvort Stjarnan væri að setja pressu með þessum sigri á toppliðin. „Núna er það bara einn leikur í einu og við erum alltaf að reyna bæta okkur,” sagði þessi reynslubolti að lokum.Óskar Bjarni: Snýst um einföldu atriðin „Munurinn átti aldrei að vera eitt mark í hálfleik. Þær voru miklu sterkari og grimmari í öllum aðgerðum,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Við réðum illa við varnarleikinn hjá þeim sem var vel útfærður. Við áttum í miklum vandræðum, þannig þær fá hrós fyrir það. Maður verður að hrósa þeim líka og það voru margar þar sem áttu góðan leik.” „Nataly drepur okkur þarna í síðari hálfleik, sóknarleikurinn var einnig lélegur og svona var þetta bara í dag. Það mátti alveg búast við því að það yrði einn og einn lélegur leikur. „Þetta var alltof stórt tap og alltof slakur leikur og ef við spilum svona gegn Fylki eigum við ekki möguleika,” en Valur mætir Fylki í bikarnum á miðvikudag. „Við höfum stundum byrjað eins og illa í dag og rifið okkur svo upp en það gerðist ekki í dag. Mér fannst Stjörnustúlkur bara skrefi framar í dag. Við komumst aldrei í takt í hraðaupphlaupunum, þegar við vorum að vinna boltann.” „Við unnum frábæran sigur síðast og núna slökum við á. Þegar við slökum á þá getum við ekkert, en þegar við gerum þetta á fullu og allar sem ein þá erum við góðar. Kannski vorum við fullrólegar frá Framleiknum og héldum mögulega að við værum komnnar lengra en raun bar vatni. Þetta snýst um einföldu atriðin,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson við Vísi í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Stjarnan varð fyrsta liðið á árinu 2015 til þess að vinna Valsstúlkur, en Stjarnan vann rimmu liðanna í spennandi leik í Vodafone-höllinni í dag. Mest munaði um góða innkomu Nataly Sæunn Valencia í síðari hálfleikinn, auk þess sem Stjörnustúlkur spiluðu miklu, miklu betri sóknarleik. Stjörnustúlkur leiddu með einu marki í hálfleik, en sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Seiglan í Stjörnuliðinu skilaði sigrinum að endingu. Þær byrjuðu að spila agaðari sóknarleik og þannig jókst munurinn hægt og bítandi. Lokatölur 17-27. Valsstúlkur skoruðu fyrstu markið og leikurinn var jafn og spennandi fyrstu tíu mínútur leiksins. Síðan gáfu gestirnir úr Garðarbæ aðeins í og náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það gekk ekki né rak í sóknarleik Vals á kafla í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark á fjórðu mínútu, en það næsta kom ekki fyrr en á þeirri fimmtándu. Sem betur fer fyrir þær spiluðu þær vörnina vel svo munurinn varð ekki meiri. Tvö mörk frá Val undir lok fyrri hálfleiks settu þær í fína stöðu, því þær voru ekki nema einu marki undir í hálfleik, 11-10. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Bæði lið spiluðu góða vörn, en sóknarleikurinn hefur verið betri. Stjarnan spilaði þó ívið betri sóknarleik og Nataly Sæunn Valencia kom öflug inn í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Þegar stundarfjórðungur var eftir höfðu Valsstúlkur einungis skorað þrjú mörk gegn ellefu mörkum Stjörnunnar og munurinn var orðinn níu mörk, 13-22. Þá var leik lokið. Lokatölur urðu svo 17-27. Varnarleikur og markvarsla var aðalmerki leiksins í dag. Markverðirnir vörðu báðir vel, en sóknarleikur beggja liða í fyrri hálfleik og Vals í síðari hálfleik verður ekki sýndur á neinu kennslumyndbandi á næstunni að minnsta kosti. Tæknifeilarnir voru fjölmargir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og liðin nýttu sín færi illa, en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Nataly Sæunn Valencia átti virkilega góðan leik fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sex mörk og fiskaði eitt víti. Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk og þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu svo fjögur mörk. Liðssigur hjá Stjörnunni. Florentina var öflug í markinu sem fyrr. Aðalheiður Hreinsdóttir stóð uppúr hjá Val, en hún skoraði fimm. Næst kom Kristín Guðmundsdóttir með fjögur. Berglind Íris Hansdóttir varði vel í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim síðari. Lea Jerman átti þó flotta innkomu í markið.Sólveig Lára: Bjóst við meiri mótspyrnu „Við áttum frekar slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks, en mér fannst við halda dampi allan síðari hálfleikinn,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, hornamaður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Þetta rann bara auðveldlega í gegn. Við vorum að spila frábæra vörn og með Florentinu í stuði. Sóknarleikurinn var flottur í síðari hálfleik, ólíkt þeim fyrri.” Sólveig Lára var sammála undirrituðum að það hafi verið mikill munur á sóknarleik Stjörnunnar í fyrri og síðari hálfleik. „Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í síðari hluta fyrri hálfleiks. Mér fannst við minnka það í síðari hálfleik og vorum þolinmóðari. Þá koma betri færi.” „Þetta var mun auðveldara en ég átti von á. Þær eru með frábært lið og hafa verið á góðu “runni”. Ég bjóst við meiri mótspyrnu, en mér fannst við einnig virkilega flottar,” sem fór beint í klisjubókina þegar spurt var út í hvort Stjarnan væri að setja pressu með þessum sigri á toppliðin. „Núna er það bara einn leikur í einu og við erum alltaf að reyna bæta okkur,” sagði þessi reynslubolti að lokum.Óskar Bjarni: Snýst um einföldu atriðin „Munurinn átti aldrei að vera eitt mark í hálfleik. Þær voru miklu sterkari og grimmari í öllum aðgerðum,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Við réðum illa við varnarleikinn hjá þeim sem var vel útfærður. Við áttum í miklum vandræðum, þannig þær fá hrós fyrir það. Maður verður að hrósa þeim líka og það voru margar þar sem áttu góðan leik.” „Nataly drepur okkur þarna í síðari hálfleik, sóknarleikurinn var einnig lélegur og svona var þetta bara í dag. Það mátti alveg búast við því að það yrði einn og einn lélegur leikur. „Þetta var alltof stórt tap og alltof slakur leikur og ef við spilum svona gegn Fylki eigum við ekki möguleika,” en Valur mætir Fylki í bikarnum á miðvikudag. „Við höfum stundum byrjað eins og illa í dag og rifið okkur svo upp en það gerðist ekki í dag. Mér fannst Stjörnustúlkur bara skrefi framar í dag. Við komumst aldrei í takt í hraðaupphlaupunum, þegar við vorum að vinna boltann.” „Við unnum frábæran sigur síðast og núna slökum við á. Þegar við slökum á þá getum við ekkert, en þegar við gerum þetta á fullu og allar sem ein þá erum við góðar. Kannski vorum við fullrólegar frá Framleiknum og héldum mögulega að við værum komnnar lengra en raun bar vatni. Þetta snýst um einföldu atriðin,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson við Vísi í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira